en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7843

Title: 
 • Title is in Icelandic Framhaldsskóli að Vallarkór í Kópavogi. Stefnumótunar- og viðskiptaáætlun
Keywords: 
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Knattspyrnuakademía Íslands fyrirhugar að setja á fót framhaldsskóla í Kópavogi veturinn 2011-2012. Skólinn fyrirhugar að bjóða upp á þrjár mismunandi námsleiðir, þ.e. afreksíþróttabrautir, bóknámsbrautir og heilsutengdar starfsnámsbrautir.
  Hugmyndafræði íþróttanna verður höfð að leiðarljósi við stefnumörkun skólans eins og góðar lífsvenjur, hugarfarsþjálfun, hópefli, sjálfsagi, og markmiðssetning og verður kynnt fyrir öllum nemendum skólans. Að auki verður gerð áætlun um forvarnir þar sem leitast verður við að takmarka neyslu áfengis, tóbaks og eiturlyfja.
  Markmið skólans er að gefa afreksíþróttafólki einstakt tækifæri til að stunda nám til stúdentsprófs samhliða því að hámarka íþróttaþjálfun sína. Margt ungt íþróttafólk myndi hafa áhuga á að geta aukið æfingamagn en samt sem áður sinnt námi sínu af kostgæfni. Það er því ljóst að eftirspurn eftir afreksíþróttabrautum er mikil. Mörg ný hverfi hafa verið að byggjast upp í Kópavogi á undanförnum árum. Það má því ætla að þörf verði á framhaldsskóla í nánustu framtíð til þess að sinna menntun þeirra unglinga sem búa á svæðinu.
  Ásókn í námsbrautir er tengjast heilsu hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Í skólanum mun gefast frábært tækifæri til að bjóða upp á heilsutengt starfsnám. Gert er ráð fyrir að um 100 nemendur verði teknir inn á fyrsta starfsári skólans. Flestir nemendurnir verða á afreksíþróttabrautunum. Nemendur verða orðnir um 700 talsins þegar skólinn er kominn í fullan rekstur. Miðað er við að tekjur skólans verði fjárframlög frá ríkinu og nemendagjöld en aðstandendur skólans hafa gert samning við Kópavogsbæ um uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu sem leggur áherslu á íþróttir. Það er ljóst að þarna mun myndast einstakt og spennandi tækifæri til þess að skapa framhaldsskóla sem að býður upp á skemmtilegt skólaumhverfi og sinnir þörfum fjölmargra unglinga sem stunda íþróttir. Aðstaðan á svæðinu er frábær og kröfur menntakerfisins og íþróttanna geta myndað sterka heild í góðum skóla

Accepted: 
 • Apr 4, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7843


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS - Lokaútgáfa.pdf721.44 kBLockedHeildartextiPDF