en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7847

Title: 
  • Title is in Icelandic Svansvottun sem vörumerki, auðkenni og markaðsgreining á Íslandi
  • Swan certification as a brand, identification and market analysis in Iceland
Submitted: 
  • April 2011
Abstract: 
  • Umhverfismál snerta alla og það er mikilvægt fyrir land og þjóð að neytendur þessa lands geri sér grein fyrir sínum þætti í þessum málum. Það að Ísland viðhaldi „grænni“ og „hreinni“ ímynd skiptir miklu máli varðandi framtíðarmöguleika þjóðarinnar í vaxandi samkeppnisumhverfi á alþjóðavísu. Höfundur þessa verkefnis telur að hinn almenni neytandi á Íslandi geti á auðveldan og kostnaðarlítinn hátt lagt sitt af mörkum til umhverfismála. Ýmsir möguleikar standa neytendum til boða til þess að minnka umhverfisálag, til dæmis sparnaður á rafmagni, að ganga í staðinn fyrir að keyra og að velja þá vöru sem hefur minnst álag á umhverfið.
    Þetta verkefni fjallar um svansvottaðar neysluvörur og hvernig hægt er að líta á þessa vottun út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni. Svanurinn er umhverfismerki Norðurlandanna. Hann er vörumerki sem tryggir að með kaupum á vörunni er neytandinn um leið að stuðla að betra umhverfi og bættri heilsu án þess að fórna gæðum. Nýleg norræn rannsókn leiddi í ljós að vitund Íslendinga á tilveru svansmerktra vara er töluvert mikið minni en íbúa á hinum Norðurlöndunum. Höfundi þótti áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna svo væri og hvort ástæðan gæti verið skortur á vilja og áhuga Íslendinga á þessu sviði.
    Niðurstaða úr könnun verkefnisins leiddi í ljós að Íslendingar sýna þessu málefni áhuga og mundu velja umhverfismerktar vörur ef þær væru í boði. Út frá þessum niðurstöðum er hægt að draga þá ályktun að ástæðan fyrir þekkingarleysi þjóðarinnar á svansmerktum vörum er ekki áhugaleysi, heldur frekar skortur á fræðslu og kynningu á þessum möguleika.

Accepted: 
  • Apr 4, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7847


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ritgerd_johannaBen_2011_loka.pdf1.12 MBOpenHeildartextiPDFView/Open