is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/785

Titill: 
 • Eftirfylgd mænuskaðaðra á Grensási:þrýstingssár og vandamál tengd þvagfærum hjá einstaklingum með mænuskaða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni þrýstingssára og vandamál tengd þvagfærum hjá einstaklingum með mænuskaða sem tilheyra eftirfylgd mænuskaðaðra á Grensási. Auk þess að skoða tengsl á milli aldurs, kyns, skaða og fjölda koma í eftirfylgd með tilliti til þrýstingssára og þvagfæra. Rannsóknaraðferðin var megindleg og lýsandi og byggði á gögnum frá mænuskaðaeftirfylgdinni á Grensási. Úrtak rannsóknarinnar var 73 einstaklingar með mænuskaða, 18 ára og eldri sem tilheyrðu mænuskaðaeftirfylgdinni á Grensási frá 1999-2006.
  Þrýstingssár og vandamál tengd þvagfærum eru tveir af algengustu fylgikvillum mænuskaða og er fræðsla og fyrirbygging fylgikvilla mikilvægur þáttur í umönnun einstaklinga með mænuskaða. Nauðsynlegt er að fræðsla og meðferð taki mið af vandamálum hvers og eins.
  Meðalaldur þátttakenda var 52.2 ár og sýndu niðurstöður að hlutfall karla í eftirfylgdinni var hærra (72.6%) en hlutfall kvenna (27.4%) en miðað við heildarfjölda kvenna þá voru þær oftar með þrýstingssár og þvagleka en karlar. Meðaltímalengd frá skaða var 17.2 ár og voru flestir með skaða A og D samkvæmt ASIA kvarða. Tíðni þrýstingssára var 37% og tíðni þvagleka 51% og sýndu niðurstöður að tíðni þvagleka og fjöldi sára var hærri hjá þátttakendum 31 árs og eldri.
  Þátttakendur með skaða A á ASIA kvarða voru með flest þrýstingssáranna og hæstu tíðni þvagleka var hjá þátttakendum með skaða B og C á ASIA kvarða. Í komu I var allt úrtak rannsóknarinnar eða 73 einstaklingar, í komu II 39 einstaklingar og í komu III 19 einstaklingar. Við samanburð á komum I, II og III kom í ljós að tíðni þrýstingssára og þvagleka jókst á milli koma. Niðurstöður úr komu I sýndu að dregið hafði úr tíðni þrýstingssára og tíðni þvagleka ekki aukist þegar þessar niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður annarra íslenskra rannsókna. Á komandi árum mun árangur mænuskaðaeftirfylgdarinnar koma enn betur í ljós og skila sér í betri lífsgæðum hjá einstaklingum með mænuskaða.
  Lykilhugtök: mænuskaði, þrýstingssár, þvagfæri, fylgikvilli og eftirfylgd.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI 2.júní 2007 setja í skemmuna.pdf1.73 MBOpinnHeildarverkPDFSkoða/Opna