is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7850

Titill: 
  • Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Góður orðaforði er forsenda lesskilnings og velgengni í skóla. Erlendar rannsóknir sýna mikinn einstaklingsmun á orðaforða jafnaldra barna og að börn með annað móðurmál en ríkir í skólanum hafa gjarnan minni orðaforða en önnur börn. Til að kanna íslenskan orðaforða barna með annað móðurmál en íslensku var orðaforða-próf lagt fyrir 174 börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Niðurstöður sýndu marktækan vöxt með aldri og enn meiri eftir dvalartíma á Íslandi. Fyrsti bekkur skoraði lægra en eldri bekkirnir en enginn munur var á 2.–4. bekk. Enginn munur var á börnum með dvalartíma á bilinu tvö til sjö ár. Meðalskor barna með annað móðurmál en ís-lensku var lægra í öllum aldurshópum en meðalskor íslenskra barna í 1. bekk. Börn með austur-evrópsk móðurmál skoruðu hærra en börn með móðurmál töluð utan Evrópu. Fjöldi sérstakra kennslustunda í íslensku hafði ekki áhrif.

  • Útdráttur er á ensku

    Vocabulary is linked to reading comprehension and highly correlated with aca-demic achievement. Vocabulary size varies greatly between individuals already at an early age, and the gap tends to grow every year. Research suggests that second language learners often experience difficulties at school mainly because of limited vocabulary. This study examined the Icelandic vocabulary of 174 children in 1st through 4th grade whose first language was other than Icelandic. Total scores increased significantly with age and even more with duration of residence in the country. The increase in total scores between 2nd through 4th grade and residence from two years up to seven years was however not statistically significant. L2 children in all age groups scored significantly lower than 1st grade L1 Icelandic children. Children from Eastern Europe scored higher than children whose first language was not European. The relation between vocabulary scores and number of Icelandic lessons per week was not significant.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 4.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0232.pdf270.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna