is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7851

Titill: 
  • Er tónlistarsmekkur kórsöngvara óháður menntunarstigi? : um tengsl menntunar og viðhorfa til tónlistar og verkefnavals í kórastarfi á Íslandi og í Englandi
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í þessari grein verður fjallað um hluta niðurstaðna úr tveimur tónlistarfélagsfræðilegum rannsóknum á kórastarfi. Þáttur menntunarstigs og tónlistarmenntunar verður sérstaklega skoðaður í þessum rannsóknum; þ.e. hvort menntun ráði miklu um tónlistarsmekk og viðhorf til verkefnavals kóra. Þessi atriði eru rædd í ljósi kenninga Pierre Bourdieu um „habitus“ og smekkvísi og gagnrýni Antoine Hennion á hefðbundna akademíska flokkunartilhneigingu á menningarsmekk og menningarneyslu. Einnig verður tekið mið af hugmyndum Robert Stebbins og John Drummond um markalínur milli áhugamanna og atvinnumanna í tónlist. Niðurstöður gefa vísbendingar í þá átt að menntunarstig og tónlistarmenntun hafi minni áhrif á tónlistarsmekk og verkefnaval kóra en áður var haldið. Varpað er fram þeirri spurningu hvort þátttaka í kórastarfi brjóti niður markalínur milli þjóðfélagsstöðu, menntunarstigs og tónlistarsmekks; að viðhorf til verkefnavals stýrist ekki af tónlistarmenntun heldur þeirri staðreynd að það að syngja í kór reynist vera einhvers konar „endurmenntun“ í mati á tónlist.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper presents a part of results from tvo socio-musical researches on choral activities. The main focus is on the role of education and music education regarding musical taste and perspectives towards the choral repertoire. These perspectives will be discussed and compared to Pierre Bourdieu´s theories of habitus and judgement of taste and Antoine Hennion´s critique towards the orthodox academic division towards taste and cultural consumption. Robert Stebbins´ and John Drummond´s classifications and theories of boundaries and differences between amateur and professional musicians are also taken into consideration. Results indicate that education and music education are less important than previously anticipated, especially when it comes to amateur choristers´ taste and perspectives towards the choral repertoire. It is also taken

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 4.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0242.pdf383.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna