is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7862

Titill: 
  • Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglan um lögvarða hagsmuni er hvergi lögfest berum orðum en þó er hún talin vera ein af grundvallarreglum einkamálaréttarfars. Í henni fellst það grundvallarskilyrði að ekki er hægt að leggja fyrir dómstóla málefni þar sem niðurstaðan hefur enga lagalega þýðingu fyrir aðila.
    Í þessari ritgerð verður leitast við að varpa ljósi á það hvað fellst í hugtakinu lögvörðum hagsmunum þegar komið er inn á svið umhverfisréttar. Kannað verður hvort að einhver sérsjónarmið gildi á þessu sviði í ljósi þeirra hagsmuna sem undir eru í þessum málum og einnig hvort að einhverjar breytingar hafi orðið í þessum efnum í ljósi réttarþróunar á Norðurlöndum og aukins áhuga á umhverfismálum almennt. Verður megináhersla lögð á að kanna hvaða hagsmunir dómstólar telja lögvarða á þessu sviði og hvaða skilyrði þeir setja varðandi hagsmunina. Einnig verður stuttlega kannað hverjir dómstólar telja rétthafa þessara hagsmuna.
    Það eru að meginstefnu til úrlausnir dómstóla sem móta regluna um lögvarða hagsmuni og verða því dómar aðallega notaðir til greiningar og skoðunar. Dómaframkvæmd á sviði umhverfisréttar er ekki ýkja mikil og gefur því ekki alltaf skýr svör við þeim álitaefnum sem til skoðunar eru. Í tilvikum þar sem vafi leikur á um niðurstöðu verður leitast við að draga ályktanir og færa rök fyrir líklegri niðurstöðu.

Samþykkt: 
  • 7.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-loka.pdf321.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna