en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7868

Title: 
  • Title is in Icelandic Refsikenndar skaðabætur með hliðsjón af b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eitt helsta einkenni bandarísks réttarfars eru þær ógnarháu skaðabætur sem af og til eru dæmdar í dómsmálum þar. Eitt þekktasta dæmið er líklega mál frá árinu 1994 sem Stella Liebeck höfðaði gegn skyndibitakeðjunni McDonald´s. Stella þessi hafði keypt kaffi á veitingastað McDonald´s en hellt því yfir sig af eigin sök. Við það brenndist hún illa og í kjölfarið höfðaði hún umrætt skaðabótamál. Niðurstaða kviðdóms í málinu var sú að Stellu voru ákvarðaðar 2,9 milljónir dollara í skaðabætur. Þær bætur voru síðar lækkaðar niður í 640 þúsund dollara af dómara en mörgum blöskraði engu að síður hin háa fjárhæð. Það sem fylgir þó yfirleitt ekki sögunni er að einungis fjórðungur hinna endanlegu dæmdu skaðabóta voru eiginlegar skaðabætur en afgangurinn var það sem ýmist eru nefndar „exemplary“ eða „punitive“ skaðabætur og verða hér nefndar refsikenndar skaðabætur. Tilgangur refsikenndra skaðabóta beinist frekar að því að refsa þeim sem veldur tjóni heldur en að bæta tjónþola eiginlegt tjón og hafa slíkar bætur verið umdeildar síðan þær komu fyrst fram.
    Hér verður gerð grein fyrir því hvað felst nánar í hugtakinu refsikenndar skaðabætur og hvernig reglum um þær er háttað en sérstaklega verður litið til Bandaríkjanna. Þá verður gerð grein fyrir ákvæði b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 (hér eftir skammstöfuð skbl.) og merking þess og innihald skoðað. Þessar tvær bótaheimildir verða svo bornar saman og gerð grein fyrir því hvort þau viðmið sem beitt er við ákvarðanir refsikenndra skaðabóta geti átt við þegar miskabætur samkvæmt 26. gr. skbl. eru ákvarðaðar.

Accepted: 
  • Apr 13, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7868


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð - Jón Pétur Skúlason - forsíða.pdf98.15 kBOpenForsíðaPDFView/Open
BA-ritgerð - Jón Pétur Skúlason.pdf402.25 kBOpenMeginmálPDFView/Open