Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/788
Lokaritgerð þessi markar endalok skólagöngu minnar við Kennaraháskóla Íslands, leikskólabraut. Veturnir þrír hafa verið eftirminnilegir og margt fróðlegt hefur verið á boðstólnum fyrir námsþyrsta leikskólakennaranema. Þegar kemur að gerð lokaritgerða velja nemendur efni sem sérstaklega hefur höfðað til þeirra í náminu og er ég þar ekki undanskilinn. Markviss hreyfiþjálfun leikskólabarna er viðfangsefni sem mér er mjög hugleikið. Strax við fæðingu hafa börnin mikla þörf fyrir að hreyfa sig og fá útrás fyrir hreyfiþörf sína. Því finnst mér það skjóta skökku við þegar fréttir berast af vaxandi tíðni offitu og síaukinni kyrrsetu íslenskra barna. Mikil breyting hefur orðið á áhugamálum barna undanfarna áratugi. Fyrir ekki löngu léku öll börn sér sem mest þau máttu og hreyfifærni þeirra, þol og áræðni efldist samhliða því. Í dag eyða mörg börn ótal stundum framan við tölvuskjáinn eða sjónvarpið og sýnt hefur verið fram á að börnin borði óhollari mat en áður. Börnin eru keyrð um allan bæinn og þessi þróun hefur haft það í för með sér að alltof mörg börn hreyfa sig minna en þurfa þykir.
Mig langaði að skoða hvað leikskólar gætu gert til að stemma stigum við þessari uggvænlegu þróun. Ég greip tækifærið þegar kom að því að velja efni til lokaritgerðar minnar og hér á eftir má sjá afrakstur rannsóknar og heimildaöflunar minnar.
Í ritgerðinni verður fjallað um hreyfiþroska barna á fræðilegum nótum og rýnt í mikilvægi leiksins fyrir hreyfifærni barna. Ég greini frá úttekt minni á leikskólalóðum nokkurra leikskóla í Reykjavík og viðtölum mínum við leikskólastjóra leikskólanna. Ég fjalla að auki um nokkra leikskóla sem getið hafa sér gott orð fyrir markvissa hreyfiþjálfun, útikennslu í Noregi og Danmörku og set að lokum fram mínar hugmyndir að útisvæðum sem fela í sér áskoranir jafnt sem skemmtun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skipulag leikskólalóða -heild.pdf | 521.23 kB | Opinn | Skipulag leikskólalóða -heild | Skoða/Opna |