is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7882

Titill: 
 • Endurheimta þess sem ekki er skuldað. Um ólögmæt gengislán, 18. gr. laga nr. 38/2001 og regluna um endurheimt ofgreidds fjár
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um ráðstöfun ofgreiddrar kröfu. Efni hennar verður afmarkað við endurheimtur ofgreidds fjár þegar skuldari í samningssambandi hefur efnt skyldu sína umfram það sem honum bar að réttu lagi eða þegar skyldan reynist hreinlega ekki vera til staðar. Sérstaklega verður fjallað um svokölluð gengislán sem tíðkuðust í þó nokkrum mæli á síðustu árum. Hæstiréttur hefur úrskurðað slík lán ólögmæt. Í dag er uppi sú staða að ljóst er að margir lántakendur eiga endurkröfurétt á hendur lánveitanda vegna þess sem hefur reynst ofgreitt á grundvelli ólögmætra gengistryggingarákvæða í lánasamningum. Endurkröfuréttur skuldara hefur verið tryggður í þessum tilvikum og er mælt fyrir um hann í 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010. Markmið ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvaða reglur og sjónarmið liggi til grundvallar ákvæðum sem þessu og gilda á sviði fjármunaréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár.
  Í öðrum kafla er fjallað nánar um gengislánin. Gerð er grein fyrir þeim atriðum sem leiddu til þess að lögmæti lánanna var dregið í efa, ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, hér eftir skammstöfuð vxl., og heimildir til verðtryggingar samkvæmt þeim. Reifaðir eru helstu dómar Hæstaréttar sem hafa fallið um lánin. Þá er fjallað um 18. gr. vxl. með áorðnum breytingum, samkvæmt lögum nr. 151/2010 um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl.
  Í þriðja kafla er stuttlega gerð grein fyrir hugtakinu kröfu og markmiði greiðslu, auk áhrifa ofgreiðslu og ástæðna hennar.
  Fjórði kafli tekur til umfjöllunar regluna um endurheimt ofgreidds fjár og þau sjónarmið sem talin eru ríkjandi í íslenskum rétti um það hvenær endurheimta er talin möguleg. Fjallað er um áhrif þess að skuldari greiði með fyrirvara og hvernig tekið er á þeim tilvikum er ofgreiðslan stafar af staðreyndavillu eða röngum réttarskilningi. Auk þessa verður fjallað sök aðila og áhættusjónarmið þegar kemur að ofgreiðslu og endurheimtu hennar.

Samþykkt: 
 • 13.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurheimta þess sem ekki er skuldað-BA.pdf274.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna