Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/789
Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir samvinnurannsókn á kennslu (SRK), aðferð sem á rætur sínar að rekja til Japan. Aðferðinni, sem og helstu áherslum, eru gerð góð skil auk þess sem fjallað er um hvernig hún geti komið íslensku menntakerfi til góða. Tvö meginhugtök eru rauði þráðurinn í ritgerðinni en þau eru samvinna og endurbætur, enda eru þau meginforsendan fyrir SRK.
Ritgerðinni er ætlað að styðja fræðilega við bækling um sama efni. Með ritgerðinni gefst lesendum bæklingsins tækifæri til að fræðast enn frekar um SRK en bæklingnum er fyrst og fremst ætlað að vekja áhuga á aðferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem tekið er saman efni um SRK á Íslandi enda hefur aðferðin verið lítt þekkt fram að þessu. Vonast er til þess að aðferðin fái góðan hljómgrunn meðal kennara enda ætti hún að eiga vel við það skólaumhverfi sem er á Íslandi í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bæklingur.pdf | 204.39 kB | Opinn | Bæklingur | Skoða/Opna | |
Greinargerð.pdf | 310.09 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |