en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7890

Title: 
 • Title is in Icelandic Lögvarðir hagsmunir. Um regluna á sviði umhverfisréttar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í íslenskum rétti gildir sú meginregla samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að menn eiga rétt á að bera undir dómstóla hvert það sakarefni, sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Þessi réttur er m.a. varinn af 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Í 1. mgr. 70. gr. stjskr. kemur m.a. fram að mál skuli lúta að úrlausn um réttindi manns og skyldur. Sá réttur takmarkast síðan m.a. af kröfunni um lögvarða hagsmuni stefnanda að máli.
  Einkamálaréttarfar á Íslandi er byggt á þeirri óskráðu meginreglu að lögvarðir hagsmunir séu skilyrði aðildar að einkamáli. Fáar undantekningar eru frá þessari meginreglu en nefna má svokallaðar actio popularis heimildir. Lögvarðir hagsmunir eru í lögfræðiorðabók skilgreindir sem „Hagsmunir sem eru þess eðlis að það getur skipt máli fyrir stöðu stefnanda að lögum að fá dóm um þá.“ Reglan er byggð á því skilyrði 1. mgr. 24. gr. EML að lögsaga dómstóla takmarkist við sakarefni sem lög og landsréttur nái til. Reglan kemur í veg fyrir að einstaklingar geti borið spurningar fyrir dómstóla um álitaefni sem þeir hafa ekki raunverulega hagsmuni af að fá leyst úr aðra en þá að réttaróvissu sé eytt. Slíkar lögspurningar eru óheimilar skv. 1. mgr. 25. gr. EML.
  Í þessari ritgerð eru skoðaðar reglur um lögvarða hagsmuni í tengslum við umhverfismál. Reglan um lögvarða hagsmuni gildir í umhverfisrétti eins og á öðrum sviðum íslensks réttar. Skoðað er hvort þörf sé á actio popularis heimildum til þess að almenningi gefist raunverulegur kostur á því að vernda hagsmuni heildarinnar. Árósasamningurinn og þörf lagabreytinga vegna hans er áhugavert viðfangsefni sem tengist umfjöllunarefninu að nokkru leyti og er því fjallað um stöðu hans og framtíð á Íslandi. Að lokum er í stuttu máli fjallað um nýja heimild til hópmálsóknar, sem er að finna í 19. gr. a EML, og hvernig hún gæti mögulega nýst í umhverfismálum.

Accepted: 
 • Apr 14, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7890


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forsida.pdf124.86 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Logvardir_hagsmunir.pdf379.88 kBOpenMeginmálPDFView/Open