Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7891
Efni þessarar ritgerðar er hvatning og sérstaklega er innri og ytri hvatning skoðuð með tilliti til ríkisstarfsmanna í Hvassaleitisskóla og starfsmanna í einkarekna fyrirtækinu Marel. Sýnt verður fram á að hvatning, sem er flókið og dularfullt fyrirbæri, sé einn af lykilþáttunum í árangursríkri stjórnun. Einnig verður sýnt fram á að talsverður viðhorfsmunur greinist meðal ríkisstarfsmanna og starfsmanna í einkarekstri gagnvart innri hvataþáttum annars vegar og ytri hvataþáttum hins vegar.
Aðalrannsóknarspurning ritgerðarinnar er þessi: Er munur á mikilvægi innri hvatningar og ytri hvatningar hjá starfsmönnum í Hvassaleitisskóla og starfsmönnum hjá einkarekna fyrirtækinu Marel? Undirspurningarnar eru tvær. Þær eru annars vegar: Telja ríkisstarfsmenn hjá Hvassaleitisskóla innri hvatningu mikilvægari en starfsmenn hjá einkarekna fyrirtækinu Marel? Og hins vegar: Telja starfsmenn hjá einkarekna fyrirtækinu Marel ytri hvatningu mikilvægari en ríkisstarfsmenn hjá Hvassaleitisskóla?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lára Hafliðadóttir.pdf | 2.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |