en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7892

Title: 
  • is Ófjárhagslegt tjón og tjónshugtakið
Submitted: 
  • April 2011
Abstract: 
  • is

    Fjallað verður um hvort skerðing á ófjárhagslegum hagsmunum sé tjón í merkingu skaðabótaréttar og hvort um sé að ræða skaðabætur þegar slík hagsmunaskerðing er bætt. Einnig verður fjallað um hver rökin eru fyrir því að rétturinn til bóta fyrir slíka hagsmunaskerðingu njóti verndar í skaðabótalögum nr. 50/1993. Tekin verða til skoðunar þau ákvæði í skbl. sem bæta ófjárhagslegt tjón. Hafa ber þó í huga að annars staðar í lögum eru sérákvæði fyrir hendi sem mæla fyrir um að skerðing á ófjárhagslegum hagsmunum skuli bætt en um þau verður ekki fjallað t.d. 31. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og í 5. mgr. 228. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008
    Fyrst verður gerð grein fyrir nokkrum hugtökum er varða það álitamál sem hér verður reynt að svara. Að þeirri almennri umfjöllun lokinni verður síðan tekið fyrir sérstaklega hvort um skaðabætur er að ræða þegar fégjald er greitt fyrir ófjárhagslega hagsmunaskerðingu. Tekið verður til skoðunar hvort réttur til slíkra greiðslna njóti verndar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og ef ekki hver séu þá rökin fyrir slíkum greiðslum. Einnig verður kannað hvort sú aðferð sem notuð er til að ákvarða tjón sé nothæf í þeim tilvikum þegar skerðing hefur orðið á ófjárhagslegum hagsmunum.

Accepted: 
  • Apr 14, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7892


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ófjárhagslegt tjón og tjónshugtakið.pdf307.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open