is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7899

Titill: 
  • Sértækt eftirlit í barnaverndarstarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sértækt eftirlit í barnaverndarstarfi felst í heimsóknum starfsmanna barnaverndarnefnda á heimili barns og foreldra þess þar sem grunur leikur á um að barn búi við óviðunandi skilyrði í þeim tilgangi að fylgjast með aðstæðum þess og breytingum á þeim. Sértækt eftirlit er meðal þeirra úrræða sem barnaverndarnefndum stendur til boða í úrvinnslu barnaverndarmáls. Um það er fjallað í barnaverndarlögum, reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfálega samkvæmt lögunum og vinnureglum barnaverndarnefnda sem barnaverndarstofa gefur út. Samkvæmt barnaverndarlögum verður úrræðinu bæði beitt með og án vilja foreldra og barns en í reynd er það því svo til eingöngu beitt með vilja foreldra og barns skv. 24. gr. laganna. Í 26. gr. barnaverndarlaga er fjallað um eftirlit með heimili sem þvingunarúrræði, þ.e. gegn vilja foreldra og barns. Sem þvingunarúrræði virðist eftirlit með heimili sérstakt í norrænni löggjöf og virðist notkun þess töluverðum takmörkunum háð. Í dómsmálum reynir sjaldan á ákvæði um sértækt eftirlit og þá aðeins sem skilyrði fyrir beitingu róttækari úrræða barnaverndarlaga. Í því samhengi kemur meðalhófsreglan til skoðunar og álitamálið ýmist það hvort úrræðið hafi verið nægilega reynt eða hvort rétt sé að meta það ófullnægjandi að óreyndu. Sjaldgjæft er að Hæstiréttur endurskoði slíkt mat barnaverndarnefndar þótt meiri efasemda gæti í héraði. Í barnaverndarlögum er kemur meðalhófsreglan skýrt fram og er úrræðum laganna sem barnaverndarnefndir hafa úr að velja raðað upp m.t.t. meðalhófsreglunnar. Engu að síður hefur Hæstiréttur ekki gert kröfu um að sértæku eftirliti sé beitt sem þvingunarúrræði áður en gripið er til róttækari úrræða eins og töku barns af heimili. Eitt dæmi var þó að finna um slíka niðurstöðu í sératkvæði en vandséð er að hún standist nánari skoðun. Leiðir reglan um hagsmuni barnsins og forgang þeirra yfir aðra hagsmuni (t.d. foreldra) fremur til niðurstöðu meirihlutans.

Samþykkt: 
  • 14.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sértækt eftirlit í barnaverndarstarfiSkemma.pdf489.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna