is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/790

Titill: 
 • Eigin sök tjónþola
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginreglan í íslenskum rétti er sú, að tjónvaldur verður ekki skaðabótaskyldur nema
  tjónið sé honum að kenna, þ.e. hann hafi sýnt af sér gáleysi eða sök. Skaðabótaábyrgð yrði þá
  grundvölluð á mikilvægustu reglu skaðabótaréttar, þ.e. sakarreglunni.
  Sakarregluna er ekki að finna í settum lögum. Henni hefur verið beitt lengi af íslenskum
  dómstólum og er vel skilgreind. Verkefni dómstóla hefur verið að meginstefnu að segja til
  um hvort háttsemi brjóti gegn reglunni eður ei. Dómstólar hafa því verið að móta hátternisreglur,
  þ.e. hvað telst skaðvæn og gálaus hegðun og hvað ekki. Við það mat hafa dómstólar
  stuðst við mælikvarða, sem nefndur hefur verið bonus pater familias eða vir optimus, þ.e.
  hvað góður og gegn maður með þá reynslu og menntun sem tjónvaldur hafði, hefði gert í því
  tilviki, sem til umræðu er. Við þetta mat hefur í seinni tíð komið til hjálpar gríðarlega
  umfangsmikið safn reglugerða og reglna, sem settar hafa verið um mörg svið mannlegs lífs.
  Oft á tíðum nægir þá að athuga hvort viðkomandi tjónvaldur hafi brotið gegn slíkum
  hátternisreglum og þarf þá ekki frekari vitnana við. Ekki þarf þá að athuga hvort honum mátti
  vera ljós hættan eða hvort verkið var gálaust. Þá er sagt að hlutlægur mælikvarði sé lagður á
  sakarmatið en ekki þarf að fara út í hæglæg skilyrði.
  Ef tjónvaldur ber einn sök á slysinu þarf hann að bæta það að fullu en stundum er sök
  einnig að finna hjá tjónþola sjálfum. Fyrst var það svo að þegar tjónþoli átti einhverja sök
  sjálfur á tjóninu bar hann það að öllu leyti sjálfur og tjónvaldur slapp undan allri ábyrgð.
  Þetta þótti mörgum full strangt í garð tjónþola og þegar fram liðu stundir þróuðust reglurnar í
  þá átt að sökinni var skipt. Tjónþoli bar þá tjón sitt ekki að öllu leyti sjálfur heldur einungis
  að hluta, allt eftir því hve eigin sök hans á slysinu er mikil.
  Ekki er til nein almenn skráð réttarregla um eigin sök í íslenskum lögum. Hins vegar má
  finna í ýmsum lögum sérreglur um eigin sök til dæmis er slíka reglu að finna í 2. mgr. 88. gr.
  umferðarlaga nr. 50/1987. Í ritgerðinni er fjallað um Hæstaréttardóm nr. 129/2001 þar sem
  Hæstiréttur fjallar um áðurnefnda sérreglu umferðarlaga. Þessi dómur fjallaði um réttarstöðu
  farþega, sem taka sér far með ökumanni, sem þeir vita að er ölvaður. Fram að nefndum dómi
  hafði slíkt alltaf talist vera frágangssök þ.e. að farþeginn ætti svo mikla sök sjálfur að hann
  hefði fyrirgert bótarétti sínum. Þetta hafði verið nefnd áhættutaka. Í þessum nýja dómi
  Hæstaréttar kemst rétturinn hins vegar að því, að skipta beri sökinni þ.e. að farþeginn hafi
  ekki sýnt það mikla sök að honum beri engar bætur.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA um eigin sök tjónþola.pdf422.34 kBTakmarkaðurEigin sök - heildPDF