is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7902

Titill: 
 • Heimildir félaga til stjórnsýslukæru
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um heimild til kæru innan stjórnsýslunnar, það verður vikið að hugtakinu „aðili máls“, skoðuð verður aðild félaga að stjórnsýslumálum og þá sérstaklega aðild stéttarfélaga.
  Í öðrum kafla verður lögð áhersla á heimild til stjórnsýslukæru. Farið verður yfir hver markmiðin séu með því að hafa heimild til stjórnsýslukæru í stjórnsýslulögunum. Borin verða saman þau úrræði að skjóta stjórnvaldsákvörðun til æðra setts stjórnvalds og að bera málið undir dómstóla. Skoðað verður hvernig reglur um stjórnsýslukæru voru fyrir setningu stjórnsýslulaganna. Loks verður gerð grein fyrir kæruheimild stjórnsýslulaga og önnur ákvæði laganna um stjórnsýslukæru verða einnig skoðuð.
  Í þriðja kafla verður litið til aðila máls, gerð verður grein fyrir hugtakinu og sagt frá því hverjir almennt teljast aðilar máls. Gerð verða skil á því hvernig leyst er úr vafatilvikum um aðild að máli. Farið verður yfir hvaða rétt stjórnsýslulögin veita aðila máls og hvers vegna það er mikilvægt að afmarka hugtakið. Í kaflanum verður kæruaðild útskýrð og fjallað verður um muninn á aðild á fyrsta stjórnsýslustigi og aðild að kærumáli. Einnig verður farið yfir nokkur ákvæði sérlaga og litið á hvernig aðild að málum er ráðstafað í þeim.
  Í fjórða kafla verður að lokum litið á aðild félaga. Skoðað verður hvaða skilyrði félög þurfa að uppfylla til að geta talist aðilar að máli. Útskýrð verður aðild félaga fyrir dómsmálum. Loks verður aðild stéttarfélaga að stjórnsýslumálum skoðuð.

Samþykkt: 
 • 14.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildir félaga til stjórnsýslukæru.pdf239.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna