is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7905

Titill: 
  • Réttur ákærða til að vera viðstaddur skýrslutökur við aðalmeðferð máls með sérstöku tilliti til undantekninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar um sakamál ræðir eru málsaðilar annars vegar ákæruvaldið og hins vegar ákærði. Þar af leiðandi er mikilvægt að réttur ákærða til réttlátrar málsmeðferðar skv. 1. mgr. 70. gr. stjskr., sbr. 1. og 3. mgr. 6. gr. MSE, sé tryggður. Liður í réttlátri málsmeðferð er réttur ákærða til að vera viðstaddur skýrslutökur við aðalmeðferð máls skv. 1. mgr. 166. gr. sml. og hefur íslensk dómaframkvæmd túlkað þennan rétt ákærða með hliðsjón af 1. mgr. 70. gr. stjskr., sbr. 1. og 3. mgr. 6. gr. MSE í þeim fáu dómum sem ákvæði þetta hefur verið skýrt. Frá þessum rétti ákærða er að finna undantekningarheimildir sem ekki eru taldar brjóta gegn réttindum ákærða ef skilyrði eru uppfyllt og rétt er staðið að framkvæmd. Hina almennu undantekningarheimild er að finna í 1. mgr. 123. gr. sml. þar sem dómara er veitt heimild til að víkja ákærða úr þinghaldi telji hann að nærvera ákærða sé íþyngjandi fyrir vitni og nærvera hans hafi áhrif á framburð þess. Bæði þessi skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Hinar sérstöku undantekningarheimildir eru að finna í 2. mgr. 123. gr. sml. þar sem dómara er veitt heimild til að víkja ákærða úr þinghaldi á meðan skýrsla er tekin af vitni undir 15 ára aldri. Einnig ef vitni gefur skýrslu fyrir dómi undir nafnleynd. Sömu skilyrði þurfa í þeim tilvikum að vera uppfyllt og í hinni almennu undantekningarheimild. Taki dómari ákvörðun um að víkja ákærða úr þinghaldi á meðan skýrslutökur fara fram við aðalmeðferð máls og skerða þar með réttindi hans til að vera viðstaddur, þá ber honum skv. 3. mgr. 123. gr. sml. að tryggja að ákærði geti fylgst með skýrslutökum um leið og þær fara fram gegnum þar til gerðan búnað. Ef ágreiningur rís vegna ákvörðunar dómara um að víkja ákærða úr þinghaldi á meðan skýrslutökur fara fram við aðalmeðferð máls, þá ber dómara skv. n-lið 1. mgr. 192. gr. sml. að taka afstöðu til ágreiningsins með úrskurði. Úrskurður dómara er kæranlegur til Hæstaréttar.

Samþykkt: 
  • 14.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Rut ML ritgerð LOKASKJAL PDF.pdf894.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna