en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7906

Title: 
 • Title is in Icelandic Staða og framkvæmd EES-samningsins í íslenskum rétti
Submitted: 
 • December 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar ritgerðar er að leiða í ljós hver staða og framkvæmd EES-samningsins er í íslensku réttarkerfi annars vegar í ljósi þeirra stjórnskipulegu fyrirvara er gerðir voru við
  lögfestingu hans og hins vegar með hliðsjón af þeim fræðilegu viðhorfum er hér eru við lýði um tengsl þjóðaréttar og landsréttar og birtast í svonefndri tvíeðliskenningu. Í reynd eru áhrif EES-samningsins á íslenskan landsrétt mun víðtækari en ráðið verður af hinni formlegu stöðu þjóðréttarreglna sem kenningin um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar gengur út frá. Staðfestir slíkt þá þróun sem gætt hefur undanfarin ár, meðal annars í tengslum við skýringu og beitingu Mannréttindasáttmála Evrópu þá einkum fyrir lögfestingu hans, á þá leið að tvíeðliskenningin sé á undanhaldi í íslenskum rétti. Að sama skapi má segja að þær forsendur sem lagt var upp með við lögfestingu samningsins á þá leið að framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana væri að vissu marki heimilt enda væri það afmarkað, takmarkað og ekki verulega íþyngjandi séu
  ekki lýsandi fyrir framkvæmdina í reynd. Í ljósi þess er vandkvæðum háð að sjá að þau áhrif sem EES-samningurinn hefur haft á löggjöf, lagaframkvæmd og valdheimildir innlendra
  dómstóla rúmist innan stjórnskipulegra heimilda og í raun má segja að það sé ekki nokkrum vafa undirorpið að tímabært sé að setja ákvæði í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
  sem heimilar framsal ríkisvalds að vissu marki. Slíkt ákvæði væri óneitanlega til þess fallið að eyða þeirri réttaróvissu er skapast hefur í tengslum við skýringu og beitingu EES-samningsins
  í framkvæmd.

Accepted: 
 • Apr 14, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7906


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helga-Björg-Jónsd 240985-3069(2).pdf1.27 MBOpenHeildartextiPDFView/Open