is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7908

Titill: 
  • Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi og Evrópuvæðing Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi og er markmið ritgerðarinnar að skoða hvort að Evrópuvæðing Íslands hafi aukið umfang slíkrar starfsemi hér á landi. Áhrif alþjóðavæðingar gætir í íslensku samfélagi og á undanförnum árum hafa íslensk stjórnvöld tekið sífellt stærri skref í átt að auknum samruna og samvinnu við önnur Evrópuríki sem miðar að því að vinna að sameiginlegum hagsmunum og huga að öryggi borgaranna. Skoðaðar eru þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa beitt í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og áhrif hennar á íslenskt samfélag gerð ítarleg skil.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að skipulögð glæpastarfsemi hefur náð fótfestu hér á landi en aðgerðir íslenskra stjórnvalda og lögreglunnar styðja þá kenningu. Í kjölfar Evrópuvæðingar landsins hefur starfsemi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi breyst og baráttan gegn starfseminni öðlast aukið hlutverk í daglegri starfsemi lögreglunnar. Niðurstöðurnar benda til þess að vegna þátttöku landsins á vettvangi Evrópusamrunans hafa íslensk stjórnvöld styrkt stöðu sína gegn þeirri vá sem skipulögð glæpastarfsemi er.

Samþykkt: 
  • 14.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ma_ritgerd_anna_reynarsdottir.pdf851.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna