is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7909

Titill: 
 • Menningarstefna Evrópusambandsins : hefur Evrópusambandið náð settum markmiðum með menningarstefnu sinni?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að margra mati er menning það sem aðskilur mannskepnuna frá öðrum dýrum náttúrunnar. Ólíkt öðrum dýrum hefur mannskepnan þróað með sér tungumál, venjur, minningar og hugvitssemi og byggt upp háþróuð samfélög. Með alþjóðavæðingunni hefur skipan heimsins
  þó að vissu leiti breyst og flóknari fjölþjóðleg samfélög hafa orðið til. Eftir tvær mannskæðar styrjaldir ákváðu Evrópubúar að hefja samstarf sín á milli sem að lokum varð eitt nánasta
  milliríkjasamstarf sem til er, Evrópusambandið. Ein af sameiginlegum stefnum Evrópusambandsins er menningarstefna hennar, en hún var sett á laggirnar vegna veikrar Evrópuvitundar í álfunni. Lítil kosningaþátttaka Evrópubúa í málefnum sambandsins gaf í skyn nauðsyn þess að skapa evrópska samkennd, en Evrópubúar virtust ekki fyllast Evrópuvitund í kjölfar efnahagslegs samruma eða samræmdar löggjafar. Hér verður
  reifuð ástæða þess að menningarstefna sambandsins var þróuð og hvort sambandið hafi náð settum markmiðum með þeirri stefnu. Markmið menningarstefnunnar er aukin Evrópuvitund en hún er í raun líflína sambandsins, án hennar aukast líkurnar á klofnun
  og árekstrum. Evrópusambandið virðist þó ekki hafa náð markmiðum sínum enn sem komið er, en það er eflaust vegna þess hve sterk þjóðernisvitund er enn í löndum Evrópu. Stækkun sambandsins hefur einnig gert Evrópubúa neikvæða gagnvart sambandinu og aukið óttan og óvissuna með framtíðina.

Samþykkt: 
 • 14.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerdsigurbjorg1.pdf839.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna