Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7913
Lögveðsréttindi eru viss tegund veðréttinda. Þau sækja heimildir sínar í sérstaka lagaheimild og eru þessi réttindi túlkuð sem forgangsréttur fram yfir aðrar veðkröfur. Því hefur verið haldið á
lofti að fasteignagjöld séu lögveðsvarin gjöld til sveitarfélaga, án þess að það sé skýrt nánar. Lögveðsréttindi hafa reyndar í gegnum tíðina verið frekar óljós, þar sem ekki er gerður áskilnaður um opinbera skráningu þeirra, til réttarverndar. Auk þessa er rétthæð lögveða óháð aldri gagnvart
öðrum óbeinum eignarréttindum. Höfundur hyggst gera hugtakinu lögveðsréttindi nánari skil,ásamt því að leiða út stöðu þeirra gagnvart fasteignagjöldum. Ritgerðarhöfundur beitir sömu
rannsóknaraðferðum við ritun skýrslunnar og honum var tamt að gera við Háskólann á Bifröst. Með þessari aðferð voru efnistökin ákveðin og skilgreind og í heimildavinnunni voru notaðar
frumheimildir, afleiddar heimildir og aðrar upplýsingar,varðandi efnið. Hér ber einnig að nefna mikilvæga leiðsögn leiðbeinanda míns, sem er vel að sér á sviði veðréttar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð_R L G F _Valgeir Mar Levy.pdf | 682.12 kB | Lokaður | Heildartexti |