is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7915

Titill: 
  • „Ég fer ekki eftir vitlausum lögum!“ Lögvarðir hagsmunir af viðurkenningarkröfu um lögmæti háttsemi þrátt fyrir takmarkanir á henni í lögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar lög ofbjóða réttlætiskennd manna kunna þeir að staðhæfa að lögin séu vitlaus og þeir séu óbundnir af þeim. Aðgát skal þó höfð áður en menn óhlýðnast lagaboði og hafa lögspekingar velt fyrir sér hugmyndinni um ólög lengi. „Með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.“ Þessu fleygu orð lét Njáll Þorgeirsson falla á Alþingi á þjóðveldisöld. Ágústínus kirkjufaðir hafði áður haldið því fram í riti sínu, Um Guðsríki (De Civitate Dei), að ólög væru ekki lög (lex injusta non est lex). Fræðimenn síðari tíma, sem aðhylltust náttúrurétt, töldu sum lög vera í eðli sínu ólög og að vettugi virðandi. Ekki verður tekin afstaða um réttmæti þessara fullyrðinga en áhrifa náttúruréttar gætir í stjórnskipun Íslands. Í stjórnskipunarlögum eru grundvallarreglur sem metnar eru æðri öðrum lögum. Dómstólar hérlendis hafa samkvæmt venju metið hvort almenn lög séu í samræmi við ákvæði stjórnarskrár. Mál þessi reyna oftar en ekki á meginstoðir stjórnskipunarinnar. Meðal þessara meginstoða eru hugmyndir náttúruréttar um grundvallarréttindi, áskilnaður um lýðræði, meginreglurnar um þrískiptingu ríkisvalds og réttarríkið. Ef ekki væri fyrir kröfu um lögvarða hagsmuni af úrlausn um gildi laga væri staða dómstóla gagnvart löggjafa óljós. Lög frá Alþingi eru sett með valdi sem á rætur að rekja til lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Vald dómstóla sprettur ekki af sömu rót en að sama skapi verða borgarar í réttarríki að fá skorið úr um stöðu sína samkvæmt lögum fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Dómstólar virðast ganga inn á valdsvið löggjafans til að tryggja réttarríkið. Fræðimenn á sviði náttúruréttar hafa velt því fyrir sér hve óréttlát lög þurfa að vera til að þau teljist ólög og að vettugi virðandi. Með heimild til að fá viðurkenningu á lögmæti háttsemi fyrir dómstólum myndi opnast leið til að fá metið hvort lög séu ólög án þess að grafa undan réttarríkinu en á kostnað meginreglunnar um þrískiptungu ríkisvaldsins. Í hverju felast takmarkanir meginreglunnar um lögvarða hagsmuni á að fá skorið úr því hvort almenn lög stangist á við stjórnskipunarlög? Í þessari ritgerð verður íslensk dómaframkvæmd skoðuð og mat dómstóla á lögvörðum hagsmunum af viðurkenningarkröfu um lögmæti háttsemi sem takmörkuð hefur verið með lögum. Þá eru uppi spurningar um hvernig slík mál skuli lögð fyrir dómstóla og hversu miklar kröfur dómstólar gera til kröfugerðar til að greina megi af kröfugerðinni hvaða hagsmunir séu af úrlausn hennar.

Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Ég fer ekki eftir vitlausum lögum!.pdf409.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna