en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7917

Title: 
  • Title is in Icelandic Samningsfrelsi fjármálafyrirtækja í tengslum við ábyrgðarsamninga og ógildingu þeirra
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður samningsfrelsið til skoðunar og hvernig það er takmarkað og hvaða ástæður liggja að baki. Fjallað er um réttarstöðu neytenda en mikil þróun hefur orðið á því sviði með aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjónum er beint að viðskiptalífinu á Íslandi og íslensku fjármálaumhverfi. Gerð er grein fyrir réttarstöðu ábyrgarðmanna í viðskiptum við fjármálafyrirtæki en við líði hefur verið svonefnt ,,ábyrgðarmannakerfi“ þar sem gjarnan er farið fram á ábyrgð þriðja manns svo að lán sé veitt. Að lokum er svo farið yfir þær ógildingarreglur laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sem geta átt við þegar ábyrgðarsamningur við fjármálafyrirtæki er ógildur.
    Skoðun á þessu réttarsviði leiðir í ljós að nokkur þróun hefur orðið í kjölfar vakningar í neytendamálum. Komist var að samkomulagi um notkun ábyrgða í janúar 1998. Að samkomulaginu stóðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga sinna, Samband íslenskra sparisjóða fyrir hönd sparisjóða, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra af hálfu stjórnvalda og náði samkomulagið til allra skuldaábyrgða. Samkomulagið var svo staðfest á ný með nokkrum breytingum í nóvember 2001. Með þessu varð réttarstaða ábyrgðarmanna mun skýrari en hún hafði áður verið. Það var svo í kjölfar efnahagshruns á Íslandi haustið 2008 að aukinn vilji var meðal alþingismanna til að festa í sessi reglur um ábyrgðarmenn með lögum en hugmyndir um það höfðu verið til skoðunar í nokkur ár. Lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn voru samþykkt á alþingi 2. apríl 2009 og er öllum fjármálastofnunum skylt að fara eftir þeim. Lögin staðfesta allar fyrri reglur samkomulagsins og ganga sum ákvæðin jafn vel lengra í að vernda ábyrgðarmenn. Lögin byggja á sjónarmiðum um neytendavernd og kröfum um vönduð vinnubrögð fjármálafyrirtækja. Ríkar skyldur eru lagðar á fjármálastofanir hvað varðar upplýsingaskyldu og ætti ábyrgðarmönnum því ætíð að vera fullkomlega ljóst hvað í ábyrgðinni felst áður en gangast við henni.

Accepted: 
  • Apr 15, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7917


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð.pdf308.78 kBOpenHeildartextiPDFView/Open