is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7921

Titill: 
  • Sjálfstæði dómstóla með tilliti til skipunar dómara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, er að finna þá grundvallarreglu að dómsvaldið sé aðskilið frá löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Mikið hefur verið rætt um þessa reglu hér á landi á undanförnum árum og þá sérstaklega um sjálfstæði dómstóla í tengslum við skipun dómara. Helstu ástæður þessarar umræðu eru umdeildar skipanir í embætti hæstaréttardómara og setning laga nr. 45/2010 um breyting á lögum nr. 15/1998 um dómstóla, sem tóku gildi 29. maí 2010 og breyttu ferli við skipun í embætti dómara umtalsvert. En þessi umræða einskorðast ekki við Ísland því áhugi á því hvernig dómarar eru skipaðir hefur aukist um allan heim.
    Það mætti segja að dómsvald og stjórnmál skarist hvað greinilegast í skipun dómara, þar gætir helst þeirra áhrifa sem framkvæmdavaldið getur haft á dómstólanna og sjálfstæði þeirra. Nú á dögum fer vald dómstóla ört vaxandi og samhliða því eykst mikilvægi þess að ígrunda vel hvernig dómarar eru valdir. Það er ákveðnum vandkvæðum bundið að finna þá aðferð sem best hentar við skipun dómara. Margar kenningar eru til um það hversu mikil áhrif aðrir þættir ríkisvalds ættu að hafa á skipun dómara og hversu sjálfstæðir dómstólar þurfi að vera.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir aðferðum við skipun dómara og benda á kosti þeirra og ókosti. Leitast verður við að lýsa stöðu Íslands á þessu sviði bæði fyrr og nú og draga ályktanir um það hvort sjálfstæði dómstóla sé nægilega tryggt hér á landi að þessu leyti. Í upphafi er nauðsynlegt að gera grein fyrir í hverju sjálfstæði dómstóla felst og hlutverki þeirra í réttarríkinu en um það fjallar 2. kafli. Í 3. kafla verður gerð grein fyrir aðferðum við skipun dómara, vandkvæðum sem kunna að vera á þeim og gerður samanburður á þeim aðferðum sem notaðar eru á Íslandi og í öðrum ríkjum. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman í 4. kafla.

Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Guðrún_BA.pdf418.18 kBLokaðurHeildartextiPDF