is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7932

Titill: 
  • Peningaþvætti í íslenskri refsilöggjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alþjóðavæðing viðskiptalífsins hefur leitt af sér fjölda tækifæra. Þar á meðal er aukið frelsi í vöru- og fjármagnsflæði milli landa. Tækifærum fylgja oft vandamál. Alþjóðleg skipulögð glæpastarfsemi. Peningaþvætti er ein af undirstöðum slíkrar starfsemi og felst í að koma ólögmætum fjármunum í umferð með löglegum. Með ákvæðum í almennum hegningarlögum hefur íslenski löggjafinn gert þessa háttsemi refsiverða. Svo sem sagði í umfjöllun um markmið löggjafans í þeim efnum, í Hérd.Rvk, 6. apríl 2001 (S-1003/2000): „Meginmarkmiðið með því að gera háttsemina refsiverða er að höggva að rótum afbrota með því að uppræta aðalhvata þeirra, þann ávinning sem af þeim kann að leiða.“
    Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er hugtakið peningaþvætti skilgreint og er þá litið til framkvæmdarinnar eins og hún er í sinni einföldustu mynd. Stiklað er á þeim alþjóðlegu samningum sem Ísland hefur undirgengist um aðgerðir gegn peningaþvætti og það alþjóðasamstarf sem Ísland er aðili að. Auk þess er fjallað lítillega um lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, en lögin ásamt ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/19402 má rekja til þessa alþjóðasamstafs.
    Aðalhluti ritgerðarinnar fjallar um ákvæði 264. gr. hgl., sem er tiltölulega nýtt í almennum hegningarlögum. Er aðaláherslan lögð á að kryfja ákvæðið og hvernig því hefur verið beitt í réttarframkvæmd. Þá er í upphafi rakið samspil við 254. gr. hgl. um hylmingu en ákvæðin eru tengd að vissu leyti. Fjallað er um einkenni beggja ákvæða og litið til norræns réttar um sambærileg ákvæði í löggjöf. Einnig er lítillega er fjallað um ákvæði hgl. um upptöku ávinnings. Því næst er fjallað almennt um bæði ákvæðin, forsaga er rakin, fjallað er um hvenær brotið telst gegn ákvæðunum og hvert verknaðarandlag þeirra er. Refsimörk beggja ákvæða eru skoðuð og loks hin huglægu skilyrði refsiábyrgðar. Umfjöllunin er þannig upp byggð að fyrst er vikið að þessum atriðum varðandi 254. gr. hgl. og því næst er vikið að sömu atriðum um 264. gr. hgl. Að endingu eru ákvæðin rakin saman og komist að niðurstöðu um hvort þeirra þjóni betur markmiði löggjafans sem vopn í baráttunni gegn peningaþvætti. Að endingu eru niðurstöður ritgerðarinnar raktar saman og rakið hvort breytinga sé þörf á gildandi lagaumhverfi sem líta ber til í baráttunni við peningaþvætti.

Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerðBA.pdf578.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna