is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7936

Titill: 
  • Evrópusambandið og íslenskur landbúnaður: Ástæður fyrir andstöðu atvinnuvegarins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er því að útskýra hvað liggur að baki andstöðu talsmanna landbúnaðar hér á landi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ástæða þess að landbúnaður verður gerður að umfjöllunarefni í þessu samhengi er sú að talsmenn bænda hafa verið fyrirferðarmestir þeirra hópa sem lýst hafa yfir andstöðu við aðild að sambandinu.
    Í upphafi ritgerðarinnar er, auk kenningarumfjöllunar, farið yfir sögu íslensks landbúnaðar og sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Meginumræða ritgerðarinnar snýr að þeim fjórum meginástæðum sem liggja að baki andstöðu atvinnuvegarins. Fyrsta ástæðan byggir á þeirri staðreynd að landbúnaður er ráðandi atvinnuvegur á Íslandi og hefur þar af leiðandi mótandi áhrif á ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Önnur ástæðan snýr að þeim fullveldishugmyndum sem ríkja hér á landi og sjálfsmynd íslensks almennings. Skortur á upplýstri umræðu skapar þriðju ástæðuna fyrir andstöðu atvinnuvegarins en sökum þessa skorts hefur hagsmunahópum reynst auðvelt að móta afstöðu almennings. Fjórða ástæðan fyrir andstöðu atvinnuvegarins byggir á þeirri trú að ef til aðildar kæmi væru möguleikar Íslands til áhrifa takmarkaðir og þar af leiðandi yrði erfitt fyrir Ísland að gæta hagsmuna landbúnaðarins. Rýnt er í hverja og eina þessara ástæðna og reynt að varpa ljósi á uppruna þeirra og áhrif og hvort þær eigi við rök að styðjast.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að möguleikar íslenskra stjórnvalda til að gæta hagsmuna þjóðarinnar innan Evrópusambandsins eru góðir og þar eru hagsmunir landbúnaðarins ekki undanskildir. Sú staðreynd auk mikilla tengsla hagsmunasamtaka atvinnuvegarins við helstu stjórnmálaöfl þessa lands, gefur til kynna að hagsmunir landbúnaðarins séu vel tryggðir bæði innan sem og utan Evrópusambandsins. Skortur á upplýstri umræðu á Íslandi hefur valdið því að almenningur er ekki upplýstur um þá raunverulegu þætti sem liggja að baki andstöðu aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þó er ekki víst að upplýst umræða yrði ekki næg til að breyta afstöðu fólks en fólk hefur tilhneigingu til að hafna rökum ef þau stangast á við fyrirliggjandi skoðanir þess. Þetta getur jafnt átt við um fólk almennt sem og hagsmunasamtök bænda og bændur sjálfa.

Samþykkt: 
  • 18.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA- ritgerðin.pdf705.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna