is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7939

Titill: 
  • Fram og aftur blindgötuna. Tyrkland og Evrópusambandið: Sameinuð í fjölbreytni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðildarviðræður Tyrklands við Evrópusambandið sem hófust árið 2005 tengja saman tvo atburði sem hafa spilað lykilhlutverk innan alþjóðasamskipta á undanförnum tveimur áratugum. Fyrst með lokum kalda stríðsins, en frá þeim tíma hefur þróun Evrópusambandsins gegnt veigamiklu hlutverki í þróun kenninga tengdum alþjóðasamskiptum og svo 11. September 2001 en frá þeim atburði hafa hugtökin fjölmenning og trúarbrögð fengið aukna umfjöllun, bæði innan og milli ríkja.
    Í þessari rannsókn er stuðst við skilgreiningarramma Peter Katzenstein á Evrópu til að meta hversu langa vegferð Tyrkland á framundan og hvað felst í henni. Vegferðin skiptist í tvo hluta og snýr annar hluti hennar að því að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins, en í þessari rannsókn var kafað djúpt í pólitísku skilyrðin. Að auki bíður stjórnvalda í Tyrklandi það erfiða verkefni að sannfæra aðildarríkin með sínum stjórnmálaelítum og almenningi um að ríkið tilheyri hugmynd þeirra um Evrópu. Það var jafnframt viðfangsefni þessarar rannsóknar að kanna núverandi afstöðu þessara aðila til mögulegrar inngöngu Tyrklands.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Tyrkland ber sjálft ábyrgðina á því að standa enn fyrir utan sambandið og er langt frá því að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Á sama tíma er ekki hægt að fullyrða að ríkið fái inngöngu þegar að því kemur að það uppfyllir skilyrðin. Aðildarríkin og einkum almenningur eru treg til að veita Tyrklandi inngöngu, bæði vegna sameinandi gildakerfis Evrópu sem kemur fram í pólitísku skilyrðunum, en einnig vegna afmarkandi neikvæða þáttarins um að Evrópa sé ,,ekki tyrknesk“ en saman mynda atriðin tvö skilgreiningarramma Katzenstein á Evrópu.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Binder1.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna