is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7941

Titill: 
  • Augun, tárin og flísin. Mennskan og mörk hennar í þremur skáldsögum Sjóns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þrjár skáldsögur eftir rithöfundinn Sjón og helgast valið af því að þær eru allar tilbrigði við ákveðið stef. Þetta eru sögurnar Augu þín sáu mig – ástarsaga, Með titrandi tár – glæpasaga og Argóarflísin – goðsaga um Jason og Keneif. Skáldsögurnar eiga það sameiginlegt að kalla fram margar spurningar í huga lesandans og áleitnust þeirra er e.t.v. sú sem má orða svo: Hvað er það að vera maður? Ljóst er að manneskjan, mennskan og mörk hennar eru höfundi afar hugleikið efni. Persónusköpun hans er líka með því móti að oft og tíðum er erfitt að greina hvort um manneskju eða goðsagnaveru er að ræða eða bara eitthvað allt annað. Ummyndanir koma þar mikið við sögu og þær eru teknar til umfjöllunar í ritgerðinni. Annar þáttur sem litið er til í þessum þremur skáldsögum Sjóns eru kvenpersónur eða öllu heldur birtingarmynd kvenna eða hins kvenlega. Hlutverk þeirra virðist í fyrstu ekki mikið og kvenpersónurnar eru fáar en annað kemur í ljós þegar betur er að gáð.
    Í ritgerðinni er einkum hugað að persónusköpun í ljósi goðsagna af ýmsu tagi og sjónum beint að birtingarmyndum kynjanna og einkum hins kvenlega. Byggingin er með því móti að fyrst eru helstu hugtök og aðferðir kynnt til sögunnar og síðan fjallað um hverja sögu fyrir sig. Að lokum eru ályktanir dregnar af könnuninni á lýsingu persóna, ummyndana og kynja í þessum þremur sögum Sjóns. Auk persónulýsinga og goðsagna er vikið að sögulegum þáttum í tengslum við skáldverkin, enda eiga þau öll rætur í hugmyndaheimi og veruleika 20. aldarinnar í Evrópu og á Íslandi, þó að reyndar berist leikurinn víðar um völl þessa heims og annars. Hin flókna og samsetta heimssýn Sjóns er undir áhrifum frá súrrealisma og til að skýra persónusköpun hans verður gerð nokkur grein fyrir einkennum þeirrar listastefnu, enda er súrrealismi meðal þess sem fjallað er um í upphafskafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Augun, tárin og flísin, mennskan og mörk hennar í þremur skáldsögum Sjóns.pdf484.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna