is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7942

Titill: 
  • Ögrandi sýnileiki: Jaðarhópar innan Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með samruna stjórnsýslu Evrópuríkja á grundvelli Evrópusambandsins hafa málefni sem áður voru í höndum stjórnvalda ríkjanna færst í auknum mæli til alþjóðastofnana. Mannréttindi hópa sem eiga sér sögu útskúfunar og fordóma í sinn garð hafa án vafa aukist undanfarna áratugi. Hér verður litið til þeirra aðstæðna sem annars vegar rómafólk og hins vegar samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender-fólk býr við í Evrópusambandinu. Orðræða stjórnmála- og embættismanna um mannréttindi þessara ólíku hópa verður borin saman við þau lagalegu réttindi sem sett hafa verið og stjórnvöldum aðildarríkjanna er gert skylt að fylgja.
    Orðræðugreining gefur nýja og dýpri sýn á það raunverulega viðhorf sem sumir áhrifamenn innan stjórnkerfa aðildarríkjanna og innan stofnana Evrópusambandsins hafa í garð hópanna. Nauðsynlegt er að máta orðræðuna við þá mótunarþætti sem hafa skapað evrópska lýðræðishefð og hugsunarhátt. Hér verða heimsborgaralegar kenningar (e. cosmopolitan theory) lagðar til grundvallar nánari útskýringa á togstreitu milli mannréttindahefðar og raunverulegra aðstæðna innan Evrópusambandsins ásamt rótgrónum hugmyndum um þjóðerni, þjóðernishópa og ólíka eiginleika fólks eftir uppruna og kynhneigð.
    Meginniðurstöður eru að nauðsynlegt sé fyrir Evrópusambandið að fylgja með festu eftir þeim mannréttindaákvæðum sem samþykkt hafa verið og aðildarríkjunum ber að virða. Ummæli einstakra stjórnmála- og embættismanna í Evrópu gefa til kynna að bættar félagslegar aðstæður ólíkra jaðarhópa verði ekki tryggðar nema með hugarfarsbreytingu og upprætingu á þeim staðalmyndum sem mótað hafa viðhorf í garð hópanna í aldanna rás. Vísbendingar eru um að bætt lagaumhverfi sé langt frá því að vera nægilegt vopn í baráttunni fyrir raunverulegum mannréttindum.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OgrandisynileikiDadiRunolfsson.pdf894.03 kBLokaðurHeildartextiPDF