is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7943

Titill: 
  • Virðisaukaskattur í 20 ár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um virðisaukaskatt, forsögu, upphaf og reynsluna af virðisaukaskatti í 20 ár. Fjallað er um virðisaukaskatt frá mörgum hliðum sem höfundi þykja áhugaverðar. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um fjármálaráðuneytið, fjárlagagerð, skatta og tekjustofna ríkisins. Þá er fjallað um hina opinberu aðila sem koma að álagningu, eftirliti og innheimtu virðisaukaskatts. Farið er yfir sögu söluskattsins sem var forveri virðisauka¬skattsins. Sögulegur aðdragandi virðisaukaskattsins er rakinn en upphaf hans má rekja til greinargerða sem skrifaðar voru á árunum 1971 og 1975 fyrir atbeina fjármálaráðu-neytisins. Lítillega er fjallað um áætluð verðlagsáhrif vegna upptöku virðisaukaskatts. Farið er í stuttu máli yfir lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Teknar eru fyrir nokkrar áhugaverðar breytingar á lögunum. Fjallað er um kosti og galla virðisaukaskattkerfisins og dæmi eru tekin um þau atriði sem hafa orðið að verðugum verkefnum hjá eftirlits-aðilum sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi.
    Niðurstaðan í lok ritgerðar er sú að grípa þurfi til frekari úrræða til að koma í veg fyrir að skattaðilar geti stundað að því er virðist löglega starfsemi án þess að standa í skilum með innheimtan virðisaukaskatt.
    Þann 16. nóvember 2010 lagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram stjórnarfrumvarp varðandi breytingar á lögum nr. 50/2008 um virðisaukaskatt, rafræna þjónustu og eftirlit vegna áætlana. Frumvarpið var samþykkt sem lög nr. 163/2010 þann 18. desember 2010. Lög þessi styrkja framkvæmd og laga skattalög að þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað frá gildistöku laga nr. 50/2008.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virðisaukaskattur í 20 ár.pdf3.06 MBLokaðurHeildartextiPDF