is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7945

Titill: 
  • Spornað við útflæði fjármagns. Virkuðu íslensku gjaldeyrishöftin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftir að áföll urðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 fóru fjárfestar að óttast um eignir sínar á Íslandi. Erlendir aðilar losuðu sig við eignir í íslenskum krónum og í kjölfarið lækkaði gengi gjaldmiðilsins hratt. Gripið var til gjaldeyrishafta til að vernda krónuna gegn gengisfalli en slík höft hafa verið gagnrýnd. Því hefur verið haldið fram að kostnaður vegna haftanna vegi þyngra en ábatinn af þeim þar sem erfitt getur reynst að stjórna útflæði fjármagns. Í þessari ritgerð er kannað hversu vel hefur tekist að hamla gegn útflæðinu. Með höftunum átti að vernda íslenskt fjármálakerfi fyrir áföllum alþjóðlegra markaða og stuðla að sterkara og stöðugra gengi. Megintilgangur rannsóknarinnar er því að kanna hvort höftin hafi virkað sem skyldi. Þróun helstu fjármálastærða á Íslandi, einkum gengisins, var skoðuð fyrir og eftir að höft voru innleidd. Þróun á gengi erlendra gjaldmiðla var einnig skoðuð til samanburðar í því skyni að skilja áhrif gjaldeyrishaftanna á gengi krónunnar frá almennum áhrifum alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Stuðst var við PCA-greiningu, GARCH-mat og Quandt-Andrews próf til að rannsaka hvort skýr breyting hafi orðið á þróun íslensku krónunnar við innleiðingu hafta hérlendis. Helstu niðurstöður eru þær að gengistyrking varð á seinna tímabili hafta, eða frá og með október 2009, og mjög dró úr gengisflökti krónunnar strax við upphaf fyrsta haftatímabils haustið 2008. Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði frá og með október 2008 benda til þess að höftin hafi ekki haldið sem skyldi þar til eftirlit með útflæði fjármagns var hert einu ári síðar. Ómarktækar breytingar á gengi og aukið flökt erlendu samanburðargjaldmiðlanna eftir að kreppan hófst eru þó til marks um að frá og með haustinu 2009 hafi íslensku gjaldeyrishöftin verndað krónuna frá áföllum alþjóðlegra markaða og þar með þjónað sínum upphaflega tilgangi.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_lokautgafa3.pdf4.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna