is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7946

Titill: 
  • Hagrænt gildi fornleifa. Viðhorfskönnun meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um rannsókn sem gerð var á hagrænu gildi fornleifa á Íslandi árið 2010. Er það í fyrsta skipti sem slík rannsókn er gerð hérlendis svo vitað sé.
    Leitað var í hugmyndafræði umhverfishagfræði (e. environmental economis) til að leysa verkefnið. Beitt var megindlegri aðferðafræði (e. quantitative method) , sem beindist að einu sviði, tilviksathugun (e. case study) á vernd fornleifa. Samdir voru spurningalistar, sem beindust að tveimur ólíkum minjastöðum Stöng í Þjórsárdal og Hegranesþingstað í Skagafirði. Þá voru sendar út tvær spurningar í netkönnun á vegum Gallup haustið 2010, til tilviljanaúrtaks Íslendinga á aldrinum 18-75 ára. Spurningarnar í þeirri könnun beindust að öllum fornleifum á Íslandi. Svörunin var einungis 53%. Í Stöng voru skildir eftir tveir listar. Annar fyrir Íslendinga og hinn fyrir útlendinga. Svörunin var mjög góð í báðum tilfellum eða yfir 98%. Skoðanakönnun um Hegranesþingstað var netkönnun, sem hægt var að nálgast á heimasíðu héraðsfréttablaðsins Feykis. Svörunin var 62%.
    Leitað var svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvort hægt væri að meta hagrænt gildi fornleifa. 2. Hvort hægt væri að meta raunverulegt virði þeirra fyrir samfélagið með því að reikna það út. Til að svara spurningunum var beitt aðferð úr svokallaðri ferðakostnaðaraðferðafræði (e. travel cost method). Markmiðið var að nota niðurstöðurnar m.a. í vinnu við mat á umhverfisáhrifum og í stefnumörkun í fornleifavernd og fornleifarannsóknum.
    Niðurstaðan varð sú að með því að beita ferðakostnaðaraðferð væri hægt að meta neytendaábata og þar með virði minjanna.
    Önnur forvitnileg niðurstaða úr rannsóknunum var að almennt sýndu konur meiri áhuga á varðveislu fornleifa en karlar. Þá var athyglivert varðandi spurningarnar sem sendar voru út á landsvísu að yngra fólkið var mun jákvæðara gagnvart varðveislu fornleifa en eldra fólkið og vakti sú niðurstaða von í brjósti um framtíð minjavörslu á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The research introduced in this dissertation was mainly undertaken in 2010. The purpose was to evaluate the economic value of archaeological remains in Iceland.
    The two main questions that were the basis of the research were the following:
    • Is it possible to estimate the economical value of archaeological remains in Iceland?
    • Is it possible to estimate the real value of the archaeological remains for the society?
    The research was primarily aimed at two sites, the remains of the farmhouse Stöng in Þjórsárdalur, Southern Iceland and the assembly site at Hegranes in Skagafjörður, Northern Iceland. Guests visiting Stöng and the readers of the web-newspaper Feykir in Skagafjörður, were asked to answer questionaires about Stöng and Hegranes which included questions regarding travel cost. A separate survey, aimed at all Icelanders between the ages of 18 and 75, was also sent out. This survey asked two questions regarding the preservation of archaeological sites in Iceland. It was decided to use a method known from environmental economics, the travel cost method, to evaluate the economic value of the archaeological remains and the possible value of those for the society.
    The only survey which could be used for calculating the travel cost and estimate the consumers surplus was the one aimed at Stöng. The result of the caluculation of the travel cost to Stöng was promising and made it possible to give some estimation of the economic value of the site.
    An interesting fact gathered from the survey is that women seem to be more interested in the preservation of archaeological sites in Iceland than men. And young people are interested in such preservation, which is promising for the future of archaeology in Iceland.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA ritgerð 2011.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna