is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7948

Titill: 
  • Milli landvarna og "nýrra ógna": Þróun grundvallarstefnu Atlantshafsbandalagsins 1991 - 2010
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að greina grundvallarstefnur NATO á tímabilinu 1991 til 2010 og athuga hvort stefnunar séu einkum mótaðar út frá liðinni þróun í öryggismálum eða með framtíðarhorfur í huga. Til að svara þeirri spurningu er byrjað á því að skilgreina Norður-Atlantshafsbandalagið og grundvallarstefnur þess. Þá verður gerð grein fyrir því hvernig fælingarkenningin og stofnanakenningar hafa verið ríkjandi í þessu málaflokki, þó að raunsæishyggja hafa einnig komið við sögu. Síðan eru grundvallarstefnunar frá árinu 1991, 1999 og 2010 bornar saman og greindar en þó með sérstaka áherslu á stefnuna frá árinu 2010.
    Megin niðurstöðurnar eru þær að grundvallarstefnur NATO séu einkum mótaðar af fyrri atburðum og nauðsynlegar fyrir áframhaldandi starfsemi þess. Á þessum tveimur áratugum, hefur megintilgangur bandalagsins ekki breyst en áhugi og hagsmunir þess ná til mun stærra svæðis en áður. Ógnanirnar sem NATO stendur nú frammi fyrir eru margvíslegri en áður fyrr og verkefni þess snúa í meira mæli en áður að borgaralegu öryggi. Atlantshafstengslin, hernaðarmáttur bandalagsins, þróun Evrópusamstarfs á sviði öryggis- og varnarmála, afvopnun og fækkun gjöreyðingarvopna eru, meðal annarra þátta, mikilvægir til að tryggja öryggi aðildarríkja NATO.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Valgerður Hrafnsdóttir.pdf746.32 kBLokaðurHeildartextiPDF

Athugsemd: Hafa skal samband við höfund ef óskað er eftir aðgangi að ritgerð.