is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7949

Titill: 
  • Hver tilheyrir Evrópu? Lagaleg og samfélagsleg staða múslima og Róma-fólks í Frakklandi og Evrópusambandinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er varpað ljósi á lagalega og samfélagslega stöðu múslima og Róma-fólks í Frakklandi. Hugtökin kynþáttahyggja, vald/forréttindi, fjölmenning og hnattvæðing eru sett í samhengi við stöðu og viðhorf í garð minnihlutahópa í Evrópu. Auk þess er skoðað hvort raunverulega sé til staðar evrópsk sjálfsmynd og hvers vegna erfitt hefur verið að ákvarða hvað í henni felst. Löggjöf varðandi bann við mismunun innan ESB og í Frakklandi er könnuð, auk þess sem samfélagsleg staða minnihlutahópa er skoðuð út frá aðgengi þeirra að atvinnu, húsnæði og menntun.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru að kynþáttahyggja hefur ýtt undir fordóma og neikvætt viðhorf í garð minnihlutahópa eins og múslima og Róma-fólks, sem hefur haft afgerandi áhrif á jaðarstöðu þeirra í evrópskum samfélögum. Sérstaklega er undirstrikað að jafnvel þó evrópsk samfélög einkennist af mikilli fjölmenningu sé kynþáttahyggja og andúð í garð þeirra hópa sem eru menningarlega og útlitslega framandi algeng. Auk þess fela niðurstöður ritgerðarinnar í sér að núverandi samfélagsgerð geri það að verkum að ákveðinn hópur, hinn hvíti kynstofn, njóti forréttinda á kostnað annarra hópa og hafa slík forréttindi haft áhrif á jaðarstöðu minnihlutahópa í Evrópu.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð.pdf547.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna