is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/795

Titill: 
 • Eru þau með jafnréttið í farteskinu? : viðhorf nemenda í 10. bekk til jafnréttis kynjanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ísland stendur vel að vígi hvað lagalegt jafnrétti kynjanna varðar. Atvinnuþátttaka íslenskra
  kvenna er mikil en rannsóknir sýna fram á óútskýrðan launamun og fjarveru kvenna í
  valdastöðum í samfélaginu. Rannsóknir sýna að ábyrgðar- og vinnuskylda á heimilum er frekar á
  herðum kvenna en karla. Í þessari rannsókn eru viðhorf unglinga til jafnréttis skoðuð og hvort
  orðræða um að þau séu með jafnréttið í farteskinu eigi við rök að styðjast. Vorið 2006 var lögð
  fyrir í öllum grunnskólum landsins rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema þar sem 10.
  bekkingar voru meðal annars spurðir um viðhorf til jafnréttis. Svörin voru borin saman við svör
  fullorðinna einstaklinga á aldrinum 18-75 ára sem þátt tóku í jafnréttiskönnun Gallup haustið
  2003. Til að kortleggja breytingar á viðhorfum á milli tímabila voru svör ungmennanna einnig
  borin saman við svör unglinga sem voru í 10. bekk vorið 1992 og tóku þátt í rannsókninni Ungt
  fólk ´92. Í ljós kom að ungmennin árið 2006 höfðu nokkuð góða þekkingu á stöðu kynjanna á
  vinnumarkaði en neikvæðara jafnréttisviðhorf en eldri kynslóðir. Niðurstöðurnar sýna einnig að
  unglingar í 10. bekk 2006 hafa mun íhaldsamara viðhorf til verkaskiptingar inni á heimilum en
  jafnaldrar þeirra sem voru í 10. bekk árið 1992. Könnunin styður það sem komið hefur fram í
  rannsóknum að yngri kynslóðir hafa almennt neikvæðara viðhorf til jafnréttis en þær sem eldri
  eru. En til þess að túlka breytingar á milli tímabila eru dregnar fram samfélagslegar aðstæður á
  árunum í kringum 1992 og 2006, auk þess sem kenningum í kynja- og menntunarfræðum er beitt
  til að reyna að skýra þróun í átt til meiri íhaldsemi.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andrea_Hjalmsdottir_BANutimafraedi_2007_Ritgerd.pdf9.61 MBOpinnEru þau - heildPDFSkoða/Opna