en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7953

Title: 
  • Title is in Icelandic Stofnanauppbygging öryggis- og varnarmála á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Við brottför varnarliðiðsins frá Íslandi runnu upp nýir tímar í öryggis- og varnarmálum Íslands. Nú var komið að Íslendingum að kosta varnir sínar og axla ábyrgð á eigin öryggi. Þrátt fyrir það er nú fimm árum síðar enn ekki komin skýr framtíðarstefna í öryggis- og varnarmálum á Íslandi. Viðfangsefni ritgerðarinnar er stofnanauppbygging öryggsis- og varnarmála á Íslandi. Fjallað er um atburði úr sögu öryggis- og varnarmála á Íslandi, þær stofnanir sem mynda stofnanauppbygginguna eru rannsakaðar auk þess sem þrjár stofnanir, Varnarmálastofnun, Landhelgisgæsla Íslands og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra eru greindar ítarlega. Til að lýsa uppbyggingunni er notast við ákvarðanatökukenningar, stefnumótunarkenningar, öryggiskenningar og smáríkjakenningar. Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að þær kenningarnar sem kynntar eru komast langt með að útskýra afhverju stofnanauppbygging öryggis- og varnarmála hefur þróast í núverandi mynd. Þannig er ákvarðanatakan í málaflokknum helst í anda smáskrefakenningarinnar. Stefnumótunin byggist á grundvallarstefnum þjóðarinnar í málaflokknum, en þær eru annars vegar ákvörðunin um herleysi og hins vegar inngangan í NATO. Einnig er sýnt fram á að stefnumótunarvinna eftir brottför varnarliðsins hafi verið ábótvant. Öryggisfræðikenningar sýna að á Íslandi er að mestu unnið eftir kenningum nýja skólans í öryggisfræðum, hægt væri að gera að gefa borgarlegu öryggi meira vægi og að enn má enn greina klassíska raunsæisstefnu í nokkrum verkefnum stjórnsýslunnar. Að lokum útskýrir smáríkjakenningin getu smáríkja, líkt og Ísland, til þess stjórna landinu og færni þeirra við það.

Accepted: 
  • Apr 20, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7953


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LokaGunnarGylfason.pdf1.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open