is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7955

Titill: 
 • Vanlíðan krabbameinssjúklinga. Mat á innleiðingu klínískra leiðbeininga um mat á og meðferð við vanlíðan krabbameinssjúklinga á geislameðferðardeild Landspítala
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vanlíðan er algengt vandamál hjá sjúklingum með krabbamein. Ákveðið var að innleiða íslenska útgáfu klínískra leiðbeininga National Comprehensive CancerNetwork (NCCN) um mat á og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein á geislameðferðardeild Landspítala vorið 2010. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta innleiðingu leiðbeininganna með mælingum fyrir (T1) og eftir (T2) innleiðingu meðal sjúklinga og starfsfólks.
  Rannsóknarsniðið var matsrannsókn og rannsóknaraðferðin var megindleg og lýsandi. Lagðir voru fyrir sjúklinga spurningalistarnir; Mat og meðferð á vanlíðan og
  Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) og fyrir starfsfólk spurningalistarnir; Mat og meðferð á vanlíðan: Viðhorf og reynsla starfsfólks I og II.
  Meðalaldur ± SF sjúklinga (N=79) var 61,03 ± 13,08 ár, hlutfall kvenna var 54,4% og hlutfall karla var 45,6%. Ekki var marktækur munur á bakgrunnsbreytum á milli T1 (n=39) og T2 (n=40) að undanskilinni sjúkdómsgreiningu. Niðurstöður úr HADS sýndu að tíðni einkenna kvíða og þunglyndis var lág á báðum tímapunktum og ekki var marktækur munur á milli T1 og T2. Ekki var spurt um bakgrunnsbreytur hjá starfsfólki vegna smæðar úrtaks en 11 svöruðu á
  T1 og 10 á T2.
  Helstu niðurstöður voru þær að sjúklingar voru almennt ánægðir með hvernig líðan þeirra var metin og með þá aðstoð sem þeir fengu á báðum tímapunktum. Marktækur munur var á milli tímapunkta á því hvernig líðan sjúklinga var metin, en ekki á því hvernig þörfum sjúklinga fyrir upplýsingar og úrræði var mætt eða fjölda tilvísana til annarra fagstétta að undanskildum tilvísunum til næringarráðgjafa. Úttekt á skráningu á deildinni sýndi að 30% sjúklinga voru skimaðir eftir vanlíðan með skimunartæki.
  Einnig kom í ljós að starfsfólk þekkir og notar leiðbeiningarnar eftir innleiðingu og telur þær gagnlegar. Fýsilegt er að nota leiðbeiningarnar á geislameðferðardeild. Rannsóknarniðurstöðurnar geta nýst til að þróa mat á líðan/vanlíðan krabbameinsssjúklinga á öðrum deildum Landspítala og víðar en þörf er á frekari rannsóknum.

Styrktaraðili: 
 • B-hluti Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
 • 20.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka ms ritgerð Hafdís pdf.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna