en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7964

Title: 
 • Title is in Icelandic Að leiða breytingar. Viðhorf og aðferðir milli- og framlínustjórnenda við undirbúning og framkvæmd breytinga
Submitted: 
 • April 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsókn þessi er athugun á breytingastjórnun út frá milli- og framlínustjórnendum skipulagsheilda sem starfa í hugbúnaðar- og fjarskiptageiranum. Markmið rannsóknar er að varpa ljósi á raunverulega stöðu á undirbúningi og framkvæmd breytinga hjá skipulagsheildum í þessum geira. Viðhorf þeirra og reynsla er skoðuð með áherslu á þætti breytingastjórnunar auk þess sem farið er yfir æskilega eiginleika sem stjórnendur þurfa að búa yfir til að leiða breytingar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hvert er viðhorf og hverjar eru aðferðir stjórnenda við undirbúning og framkvæmd breytinga?
  Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem kenningar um breytingastjórnun og stjórnendur eru lagðar til grundvallar. Níu hálfopin viðtöl voru tekin við milli- og framlínustjórnendur sem leitt hafa breytingar sem hafa haft bein áhrif á dagleg störf starfsfólks.
  Rannsóknin leiddi í ljós að hlutverk milli- og framlínustjórnenda er margþætt. Það er allur gangur á því hvort og þá með hvaða hætti milli- og framlínustjórnendur taka þátt í ákvarðanaferli fyrir breytingar og almennt starfsfólk kemur nánast ekkert að þeirri vinnu. Þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd breytinga leitast stjórnendur við að gera breytinguna að verkefni heildarinnar, þannig að starfsfólk taki sem mesta ábyrgð á framkvæmd hennar. Viðbrögð og aðgerðir sem beinast að starfsfólki í breytingaferli byggjast að mestu leyti á tilfinningu stjórnenda hverju sinni. Af þeim sökum má ætla að stjórnendur eigi á hættu að missa af tækifærum sem góður undirbúningur og ferlar geta gert fyrir framgang breytinga.

Accepted: 
 • Apr 26, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7964


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Að leiða breytingar.pdf1.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open