is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7967

Titill: 
  • Varðveisla kynningarefnis sveitarfélaga
  • Titill er á ensku The preservation of marketing material: A qualitative analysis of five Icelandic local councils
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að skoða stöðu varðveislu kynningarefnis hjá fimm sveitarfélögum á Íslandi. Viðhorf til kynningarefnis hjá starfsfólki sem starfar við skjalavörslu var kannað. Helstu vandamál við varðveislu kynningarefnis voru rannsökuð og rýnt var í leiðir til umbóta. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnasöfnun og gagnagreiningu. Þríþætt nálgun var nýtt við gagnasöfnun. Tekin voru hálfopin viðtöl við fimm skjalastjóra hjá sveitarfélögum og fjóra skjalaverði hjá vörslustofnunum. Að auki voru gerðar þátttökuathuganir hjá sveitarfélögum og rýnt í fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður benda til þess að starfsfólk átti sig á hversu mikilvægt er að varðveita kynningarefni. Engu að síður er það ekki varðveitt kerfisbundið. Ástæður fyrir því að efnið er ekki varðveitt kerfisbundið virðast vera skortur á skjalavistunaráætlun, lítil yfirsýn yfir útgáfu og að forgangsröðun innan stofnana er kynningarefni ekki í hag. Skortur bókfræðilegra upplýsinga á kynningarefni virðist hamla skráningarvinnu. Öll sveitarfélögin og vörslusöfnin, sem rannsökuð voru, sinntu virku umbótastarfi. Þær leiðir sem virðast skila árangri í bættri varðveislu kynningarefnis eru fræðsla starfsfólks og samvinna sveitarfélaga og vörslusafna.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper seeks to consider the state of preservation of marketing material in five Icelandic local councils. Councils in Iceland are required by law to preserve marketing material. Qualitative methodology was used in data gathering through nine open-ended interviews, participant observations and content analysis. Findings were that marketing material was not gathered systematically in any of the councils involved in the research. This is despite a common interest in preserving material of historical significance, laws that require preservation and councils’ obligations to their inhabitants. What seems to make preservation more difficult is a lack of systematic record keeping, confusion with where responsibility lies, and the records managers not being properly informed of publications within their councils. Additionally, there are often post-cataloguing difficulties with material as it frequently contains no bibliographic information. Methods were in place in all the local councils to improve their situations. Training of staff and collaboration with the national archive and local archives were discussed as techniques for best working practice.

Samþykkt: 
  • 26.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_ritgerd_2011_Inga_Agustsdottir.pdf249.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna