is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7968

Titill: 
  • Sjómenn. Upplifun og viðhorf gagnvart starfi og námi. „... Snorri Sturluson bók mun ekki hjálpa í starfinu ...“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun og viðhorf sjómanna gagnvart starfi sínu, námi almennt og náms- og starfsráðgjöf, sem og hvaða möguleika þeir sjá varðandi nám meðfram starfi. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð, með hálfstöðluðum viðtölum og rýnihóp. Niðurstöður sýna að afstaða þátttakenda mótast af flóknu samspili innri og ytri áhrifsþátta. Tilgangur starfsins tengist mikið tekjum og fyrirvinnukvöð. Starfsánægja er takmörkuð og finna menn fyrir óþægilegu valdaleysi í oft harðsnúnu starfsumhverfi, sem getur dregið úr löngun til náms og ráðgjafar. Ákveðin starfsmanngerð og karlmennsku-hugmyndir móta einnig afstöðu til starfs, náms og ráðgjafar. Hugsað er stutt fram í tímann og lítið fer fyrir framtíðaráætlunum í starfi. Fyrri námsreynsla getur hindrað mögulegt framtíðarnám, og hafa námsörðugleikar og jafnvel félagsleg mismunun þar sitt að segja. Að auki er vanþekking á námsmöguleikum og náms- og starfsráðgjöf hjá meirihluta þeirra. Ýmsir möguleikar eru þó á að stunda nám með sjómannsstarfi. Stuðningur hagsmunaaðila er nauðsynlegur, en forsendan er að sjómenn sjái tilganginn með námi. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að gagnast hagsmunaaðilum við að styðja sjómannsstéttina í að huga að starfsánægju og afstöðu til náms. Einnig ættu þær að auðvelda náms- og starfsráðgjöfum og fræðsluaðilum að setja sig inn í aðstæður sjómanna og þannig veita þeim þjónustu við hæfi.

Samþykkt: 
  • 27.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð. Sólrún. skemman.is..pdf479.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna