Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/797
Einkaframtak í stríðsrekstri er ein birtingarmynd þess frjálsræðis er ríkir í
markaðshyggju nútímans. Allt frá friðarsamningunum í Westfallen 1648 hefur
þjóðríkið í raun haft einkaleyfi á skipulögðu ofbeldi. Eric J Hobsbawm sá fyrir sér
árið 1999 aukna þátttöku einkaaðila í stríðsátökum í sinni nánustu framtíð, og að sú
aukna þátttaka myndi breyta í grundvallaratriðum öllum stríðsrekstri. Í þessari
ritgerð verður leitast við að meta hvort að framtíðarsýn hins virta sagnfræðings
Erics Hobsbawm hafi orðið að veruleika. Herverktakar eru einkarekin fyrirtæki sem
þjóna þeim hlutverkum sem herinn sjálfur hefur haft með höndum (e: private
military companies). Þessi fyrirtæki blómstra í þeirri miklu bylgju einkavæðingar
og útboða til herverktaka, að miklu leyti í tengslum við stríðið í Írak, sem að Ísland
er þátttakandi í, og stríðið gegn hryðjuverkum, sem Íslenska ríkisstjórnin hefur stutt
dyggilega. Herverktakar hafa hreiðrað um sig á Íslandi, sem segir sögu mikillar
þenslu í þessum iðnaði eyðingar. Bakgrunnur einkaframtaks í stríði er skoðaður og
grennslast er fyrir um upptök þenslunnar í atvinnugreininni. Auk þess verður
skoðað hvernig einkavæðingin fellur saman með: a) Lýðræði, b) Virkni og stjórn
hernaðaraðgerða. c) Lagalegu umhverfi sem fyrir er.
Niðurstaðan er sú að mikil aukning hefur verið á hlut herverktaka á þeim átta árum
sem liðin eru frá ummælum Hobsbawm. a) Lýðræðið á í vök að verjast. b) Virkni
og stjórnun hernaðar aðgerða líður fyrir flóknari boðskipti og óljósari
boðskiptaleiðir. c) Lagalegu umhverfi er um margt ábótavant, nær ekki utan um illa
skilgreinda starfsemi herverktaka, glæpir eru ekki tilkynntir og ákærur fátíðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The privatization of war.pdf | 332,67 kB | Opinn | Privatization - heild | Skoða/Opna |