is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7971

Titill: 
 • Rafræn hátíðniviðskipti á gjaldeyrismarkaði með notkun algríms
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ekkert hefur haft jafn mikil áhrif á fjármálamarkaði og rafræn viðskipti hafa gert. Rafræn viðskipti hafa umbreytt fjármálamörkuðum úr miðstýrðu, ósveigjanlegu fyrirkomulagi yfir í flatari markaðsskipan sem aukið hefur á valddreifingu í fjármálakerfinu. Rafræn viðskipti hafa dregið úr viðskiptakostnaði ásamt því að gera fjármálamarkaði aðgengilegri fyrir fjölbreyttari hópa fjárfesta sem aukið hefur skilvirkni þeirra. Fjármálamarkaðir munu halda áfram að þróast til að geta aðlagað sig að þeim breytingum sem rafræn viðskipti munu koma til með að hafa í för með sér í framtíðinni.
  Algrímsviðskipti eru náttúruleg framþróun á rafrænum viðskiptum þar sem tölvur henta mun betur til að taka á auknum hraða og síauknu flækjustigi á nútíma fjármálamörkuðum. Algrímsviðskipti hafa töluverð áhrif á bæði markaðsverð og flökt og eru þau talin auka lausafé á fjármálamörkuðum. Upptaka algrímsviðskipta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að aðalaga sig að þeim breytingum sem rafræn viðskipti hafa haft í för með sér.
  Hátíðniviðskipti eru viðskipti þar sem stöðutaka í viðskiptum getur staðið yfir í nokkrar míkrósekúndur upp í allt að einn viðskiptadag. Hátíðniviðskipti eru talin auka lausafé á mörkuðum sem leitt hefur til þess að dregið hefur úr viðskiptakostnaði og flökti á fjármálamörkuðum. Hátíðniviðskipti auka á upplýsingagildi markaðsverða, bæta tengsl milli fjármálamarkaða og hafa almennt jákvæð ytri áhrif. Hátíðni viðskipti eru einnig talin stuðla að stöðugleika markaða með því að hreinsa út verðvillur sem myndast á fjármálamörkuðum.
  Niðurstöður rannsóknarverkefnisins gefa vísbendingu um að hagkvæmt geti verið að stunda rafræn hátíðniviðskipti á gjaldeyrismarkaði með notkun algríms. Staðalfrávik, hámarkstöp og samanburðarhlutföll prófana gáfu til kynna að með notkun hátíðniviðskipta mætti draga almennt úr áhættu og auka öryggi í fjárfestingum á fjármálamörkuðum. Prófanir rannsóknarverkefnisins gefa ástæðu til bjartsýni varðandi áframhaldandi rannsóknir á þessum viðskiptum.

Samþykkt: 
 • 27.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf1.52 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF