is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7973

Titill: 
  • Samningatækni og alþjóðlegir fiskveiðisamningar Íslendinga: Samanburður á samningaviðræðum um kolmunna og makríl
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað er um samningaviðræður um deilistofna sem fara fram á vegum Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Viðræður standa oft yfir í langan tíma og eru makrílviðræðurnar gott dæmi þess. Íslendingar urðu aðilar að þeim árið 2010 og hefur niðurstaða enn ekki náðst. Farið er yfir réttindi ríkja til veiða úr deilistofnum skv. úthafsveiðisamningi og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Þá er farið yfir leiðir ef ekki næst að semja og greint frá lausnum út frá aðferðum samningatækninnar. Makrílviðræðurnar eru bornar saman við kolmunnaviðræðurnar sem lauk árið 2005. Það er gert með því að greina ritaðar heimildir um efnið ásamt því að tekin voru viðtöl við fulltrúa íslensku samninganefndanna um kolmunna og makríl. Þá var leitað viðhorfs fulltrúa samninganefnda viðsemjendaríkja Íslands. Rannsakað er hvort hægt sé að yfirfæra aðferðir kolmunnaviðræðnanna á makrílviðræðurnar. Tillögur hagsmunasamtaka árið 2005 höfðu mikil áhrif á endanlegan samning um kolmunnann. Í makrílviðræðunum hefur verið farin önnur leið m.a. hafa Íslendingar lagt fram aðra valkosti en einungis kröfu um aflahlutdeild. Að mestu leyti er byggt á sögulegum rétti, veiðireynslu og rannsóknum. Aðferðir samningatækninnar eru notaðar upp að vissu marki í undirbúningi og samningaviðræðum Íslendinga um deilistofna en hægt væri að nota þær mun meira.

Samþykkt: 
  • 27.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjork_Gretarsdottir.pdf653.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna