en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7984

Title: 
 • Title is in Icelandic Samkeppnishæfni lækningatengdrar ferðaþjónustu
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Samkeppnishæfni endurspeglar getu þjóðar til verðmætasköpunar og leikur framleiðni þar lykilhlutverk. Aukin framleiðni eflir langtímahagsæld þjóða. Samstarf fyrirtækja er lykilþáttur í árangri þeirra og sýnt hefur verið fram á mikilvægi klasa í efnahagslegu tilliti. Klasar auka framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar samkeppnishæfni og meiri hagsældar.
  Rannsóknin styðst við fræðikenningar Michael E. Porters og er samkeppnishæfni Íslands í lækningatengdri ferðaþjónustu metin út frá demantslíkani hans. Styrkleikar greinarinnar eru greindir auk þeirra veikleika sem dregið geta úr samkeppnishæfni hennar. Þá er staða klasamyndunar innan lækningatengdrar ferðaþjónustu skoðuð. Að lokum er samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannastaðar metin með tilliti til helstu samkeppnislanda Íslands innan lækningatengdrar ferðaþjónustu.
  Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferðafræði en tekin voru hálfopin viðtöl við lykilaðila innan greinarinnar. Viðmælendur voru valdir með matsaðferð. Klasakort höfundar var borið undir alla viðmælendur rannsóknarinnar. Þeir voru auk þess beðnir um að meta þá þætti sem mest áhrif hafa á samkeppnishæfni ferðamannastaða með spurningalista.
  Niðurstöður benda til þess að lækningatengd ferðaþjónusta sé að mörgu leyti samkeppnishæf atvinnugrein hér á landi. Marga styrkleika má finna innan demantsins en ákveðnir veikleikar draga hins vegar úr samkeppnishæfni greinarinnar. Helstu veikleikar geta þó verið tímabundnir. Atvinnugreinin er ung og samvinna lítil enn sem komið er. Klasinn er því grunnur og fremur lítið þróaður. Klasamyndun er á frumstigi en hefur mikil tækifæri til vaxtar á næstu árum. Þá benda niðurstöður til þess að styrkleikar íslenskrar ferðaþjónustu séu íslensk náttúra, afþreyingarmöguleikar, aðgengileiki, ímynd og almennir innviðir.
  Lækningatengd ferðaþjónusta getur orðið mjög samkeppnishæf grein hér á landi og eflt samkeppnishæfni þjóðarinnar til lengri tíma. Greinin býr yfir miklum styrkleikum og getur átt mikla möguleika í framtíðinni.

Accepted: 
 • Apr 28, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7984


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Holmfridur.pdf1.02 MBOpenHeildartextiPDFView/Open