is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7985

Titill: 
  • Ungar konur og vímuefni: Neysluhættir og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða vímuefnaneyslu og aðstæður ungra kvenna á aldrinum 18-25 ára sem glíma við vímuefnavanda. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi, hvað einkennir vímuefnaneyslu ungra kvenna, hvaða úrræði eru í boði og hvernig eru úrræðin að gagnast þeim?. Til að nálgast þessar upplýsingar er notuð eigindleg rannsóknaraðferð en tekin voru þrjú opin viðtöl við fagaðilla sem starfa á meðferðarstofnunum fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Í rannsókninni eru helstu kenningar um vímuefnavanda kynntar og þau greiningarviðmið sem notuð eru til þess að greina hvort um sé að ræða vímuefna misnotkun eða vímuefnafíkn. Einnig er fjallað um helstu vímuefnin, einkenni þeirra og kynntar eru rannsóknar- og fræðigreinar sem snúa að vímuefnaneyslu ungs fólks og ungra kvenna. Fjallað er um þau úrræði sem eru í boði fyrir ungar konur í vímuefnavanda hérlendis. Rannsóknin gaf vísbendingar um að ungar konur væru líklegri til að vera í blandaðri vímuefnaneyslu heldur en eldri konur og að fíkn í örvandi vímuefni sé algengur vandi meðal þeirra. Samkvæmt niðurstöðum viðtalanna er félagsleg staða þessara ungu kvenna misjöfn en erfiðlega getur gengið að hjálpa þeim sem teljast verst staddar í vímuefnaneyslu í átt að bata. Í rannsókninni kom fram að algengt er að ungar konur með vímuefnavandamál glími einnig við félagslegan vanda og stundi hvorki vinnu né skóla. Viðmælendur í viðtölunum voru sammála um að þörf sé á aukinni hjálp fyrir þessar ungu konur en rannsakanda reyndist erfitt að greina útfrá viðtölunum hvað ætti að felast í þeirri hjálp. Tilgangur rannsóknarinnar er að kynna málefni ungra kvenna sem glíma við vímuefnavanda og athuga hvort þörf sé á sérhæfðari úrræðum fyrir þessar ungu konur.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísabella á skemmunni.pdf764.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna