is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7990

Titill: 
  • Tengsl mataræðis við ADHD
Skilað: 
  • Júní 2011
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um tengsl milli ADHD og mataræðis hjá börnum. ADHD er taugaþroskaröskun sem hefur þrjú megineinkenni; hvatvísi, athyglisbrest og ofvirkni. Helstu meðferðarúrræðin eru atferlismeðferð og lyfjameðferð ásamt umhverfisnálgun sem felst í að fólkið í kringum barnið fræðist um ADHD og taki tillit til þess í nálgun sinni gagnvart barninu. Snemmtæk íhlutun er einn mikilvægasti þátturinn í meðhöndlun á ADHD þar sem að þær aðgerðir eru notaðar á fyrstu árum barnsins og getur því haft áhrif á hvernig líf barnsins verður síðar. Mikilvægi mataræðis er að verða meira áberandi í umræðunni um ADHD og er talið geta hjálpað samhliða öðrum meðferðarúrræðum. Rannsóknir hafa bent á mikilvægi þess að neyta réttra bætiefna og fá rétta næringu úr matnum til að vera virkari í lífinu, geta einbeitt sér betur, hafa betra úthald og sofa betur. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að aukaefni í mataræði geta haft neikvæð áhrif á börn með ADHD. Það er almennt talið gott fyrir börn að fá hollan mat en áhrifin af mataræði eru talin koma sterkt fram þegar börn eru með ADHD einkenni. Til dæmis er talað um að sykur hafi áhrif á ofvirkni hjá börnum og því getur það hentað vel að rannsaka börn sem eru ofvirk. Í ritgerðinni verða skoðaðar orsakir ADHD og vöngum velt yfir því hvað er til ráða.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA LOKA. 2011. YRJA.pdf580.84 kBLokaðurHeildartextiPDF