is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7992

Titill: 
 • Geta greiningaraðilar verndað hagsmuni fjárfesta?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um hlutverk greiningaraðila á hlutabréfamarkaði og er sérstök áhersla lögð á að skoða greiningardeildir íslensku bankanna þriggja: Kaupþings banka, Glitnis banka og Landsbankans.
  Eftirlitsaðilar almennings hafa það hlutverk að standa vörð um hagsmuni verðbréfaeigenda og eiga að sjá til þess að veita þeim óhlutdrægar upplýsingar um útgefendur verðbéfa. Greiningaraðilar flokkast undir að vera eftirlitsaðilar almennings og skiptast í þrjá flokka eftir því fyrir hvern þeir vinna. Flokkarnir eru söludrifnir ráðgjafar, kaupdrifnir ráðgjafar eða sjálfstæðir ráðgjafar.
  Hlutverk greiningaraðila á Íslandi hefur breyst mikið eftir að greiningardeildir tóku fyrst til starfa. Í upphafi var hlutverk þeirra að sinna innri ráðgjöf fyrir bankana en í kjölfar aukinnar eftirspurnar fjárfesta eftir upplýsingum um útgefendur hlutabréfa hófu deildirnar að birta skýrslur sínar og hlutabréfagreiningar opinberlega. Það leiddi til þess að áhrif deildanna á hlutabréfamarkaðinn urðu meiri en þau höfðu áður verið. Það er því áhugavert að skoða hversu vel spár þeirra hafa gengið eftir og hvort greiningaraðilum hafi tekist að sinna hlutverki sínu, að vernda hagsmuni fjárfesta.
  Eftir að hafa borið saman spár greiningardeildanna við þróun hlutabréfamarkaðarins sést að greiningaraðilar hafa í mörgum tilvikum haft rangt fyrir sér um þróun hans. Ástæðurnar sem liggja að baki því að afkomuspár reynast ekki réttar geta verið margvíslegar. Hluti vandans er að erfitt reynist að spá fyrir um framtíðina vegna fjölmargra óvissuþátta sem taka þarf tillit til, en erfitt getur verið að sjá fyrir. Annað atriði sem hefur áhrif, eru þeir hagsmunaárekstrar sem greiningaraðilar verða fyrir í starfi sínu, bæði sem starfsmenn fjármálafyrirtækis og vegna persónulegra hagsmuna sem þeir hafa að gæta. Niðurstaða ritgerðarinnar er því sú að greiningaraðilar geta ekki verndað hagsmuni fjárfesta með fullnægjandi hætti.

Samþykkt: 
 • 28.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS+ritgerð.pdf677.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna