is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7995

Titill: 
 • Skoðun á fjárfestingastefnu lífeyrissjóða. Frá fjárhættuspili til ábyrgðar
 • Titill er á ensku Investment policy examination of the Icelandic pension funds. From gambling to responsibility
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skoðun á fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna í þeim skilningi hver hún ætti að vera að áliti stjórnarmanna íslensku lífeyrissjóðanna. Fjallað er um samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og því byrjar ritgerðin á fræðilegri yfirferð yfir fyrirtækið og þá ábyrgð sem þar er til staðar. Umboðskeðjan skoðuð og fjallað aðallega um umboðskenninguna og hagsmunaaðilakenninguna og samfélagslega og
  siðferðislega ábyrgð þeirra. Til að setja þessa ábyrgð í samhengi er fjallað um helstu samkeppnislíkön (5-krafta líkan Porters, virðiskeðju Porters, demant Porters, auðlindasýn og VRIO líkan Barney og Hesterly) og þau sett í samhengi við raunveruleikann og þeim hættum sem þar birtast, svo sem skorti á náttúruauðlindum,
  mengun og fólksfjölgun. Rætt um sjálfbæra þróun og mögulegar mælingar á henni. Rætt er um ábyrgð fyrirtækja og hverjir séu þar ábyrgir, stjórnendur, stjórn og eigendur. Rætt um stofnanafjárfesta og reglur þeirra um ábyrgar fjárfestingar (PRI: Principles for Responsible Investment, þýtt á íslensku undir heitinu UFS). Og á eftir þessari fræðilegu yfirferð er sjónum beint að íslenska lífeyrissjóðakerfinu og þeirri rannsókn sem hér er gerð en hún er megindleg spurningakönnun frá alþjóðlegri vefsíðu. Markmið þeirrar rannsóknar var að skoða viðhorf stjórnarmanna íslensku lífeyrissjóðanna til ábyrgra
  fjárfestinga en vísbendingar voru um að ábyrgð lífeyrissjóða á fjármunum sjóðsfélaga væri ekki sem skyldi og þeir farið offari í áhættufjárfestingum þar sem miklir fjármunir töpuðust í fjármálahruninu 2008. Einnig var kannað hvort nýir stjórnarmenn hefðu önnur viðhorf en þeir sem höfðu setið í stjórn fyrir fjármálahrunið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að stjórnarmenn séu þeirrar skoðunar að núverandi lagaumhverfi leyfi UFS-ábyrgar fjárfestingastefnur og þeir séu yfirleitt hlynntir ábyrgum fjárfestingum þegar rætt er um þær á almennum nótum en þegar sértæk atriði eru rædd, tengd umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja, þá eru stjórnarmenn ekki eins öruggir. Lítill munur var á viðhorfi nýrra stjórnarmanna miðað
  við þá sem lengur höfðu setið í stjórn. Ályktun sem draga má er að þörf sé á uppfræðslu á ábyrgum fjárfestingum meðal stjórnarmanna íslensku lífeyrissjóðanna og hugsanlega þörf á vilja til að knýja í gegn breytingar í átt að ábyrgum fjárfestingum.

Samþykkt: 
 • 28.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjárfestingarstefna_lífeyrissjóða.pdf2.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna