Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7999
Starfstengd hvatning er forsenda þess að starfsfólk skili starfi sem svo leiðir til þess að markmiðum fyrirtækisins verði náð. Innihald starfs og stjórnendur hafa mikil áhrif á það hversu mikilli hvatningu starfsmenn finna fyrir. Það er persónubundið hvaða þættir það eru sem orka sem starfstengd hvatning á starfsmenn. Sú starfstengda hvatning sem hefur mest áhrif á starfsmanninn hverju sinni getur stjórnast af umhverfinu. Undanfarin tvö ár hafa Íslendingar búið við kreppu, ástandið hefur einkennst af miklum samdrætti í íslenska hagkerfinu ásamt auknu atvinnuleysi á vinnumarkaði. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna hvort kreppa hefði áhrif á starfshvata og hvaða þættir það væru sem orkuðu mest hvetjandi á starfsmenn í starfi. Könnun var lögð fyrir starfsmenn á vinnumarkaði og kannað hvaða starfstengda hvatning það væri sem hefði mest áhrif á þá í starfi. Niðurstaðan var svo borin saman við sambærilega könnun sem gerð var árið 2007, á tíma góðæris. Sá tími einkenndist af mikilli þenslu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu. Árið 2007 töldu starfsmenn að starfsöryggi væri sá þáttur sem hvatti þá mest áfram í starfi þrátt fyrir sögulega lágt atvinnuleysi á Íslandi. Niðurstaða rannsóknarinnar nú sýndi hins vegar allt aðra niðurstöðu og var í raun töluvert frábrugðin þeirri fyrri sem gerð var árið 2007 því góð laun er sú starfstengda hvatning sem starfsmenn sækjast mest eftir í dag. Athygli vakti hvað starfsmenn lögðu litla áherslu á starfsöryggi miðað við það mikla atvinnuleysi sem nú er á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru svo skoðaðar eftir kyni, aldri, menntun, starfsaldri og tekjum. Góð laun er sú starfstengda hvatning sem hvetur karla mest í starfi á meðan áhugaverð vinna hvetur konur mest í starfi. Að endingu voru niðurstöðurnar bornar saman við töluvert eldri sambærilegar rannsóknir og kom þar á óvart að launaþátturinn hefur tekið mikið stökk upp á við á starfshvatalistanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Ritgerð_Læst.pdf | 823.27 kB | Lokaður | Heildartexti |