en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8001

Title: 
 • Title is in Icelandic Náðun. Reglur og framkvæmd
 • Pardon. Rules and reality
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Forseti hefur heimild til að veita mönnum náðun samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar. Náðun felur í sér eftirgjöf refsingar að nokkru leyti eða öllu eftir að maður hefur hlotið refsidóm. Úrræðið er undantekning frá þeirri meginreglu að dómum skuli fullnægja samkvæmt efni sínu. Þrátt fyrir að umræðan um afbrot og viðurlög við þeim hafi verið áberandi í þjóðfélaginu síðustu ár hefur ekki farið mikið fyrir umfjöllun um úrræðið náðun. Úrræðið er engu að síður virkt og talsvert eftir því sótt.
  Náðun er aldagamalt úrræði og fyrstu tilvikin sem telja má til einhverskonar náðunar má rekja nokkur þúsund ár aftur í tíman. Hér á landi birtist náðunarvaldið fyrst og fremst í allsherjarvaldi konungs til að taka þær ákvarðanir sem hann vildi. Náðunarrétturinn var síðan festur í fyrstu stjórnarskrá Íslands árið 1874 og er að mestu óbreyttur í dag nema nú kemur forseti í stað konungs.
  Skráðar réttarreglur hér á landi um náðun hafa ávallt verið og eru enn afar fátæklegar. Í ritgerðinni er sagt stuttlega frá því hvaða skráðu reglur hafa gilt um náðun hér á landi en þó er höfuðáherslan lögð á gildandi rétt.
  Nú finnast reglur um náðun aðallega í 29. gr. stjórnarskrárinnar og í lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005. Þær reglur segja hins vegar nánast ekkert til um það hvernig framkvæmd náðunar er eða hvaða sjónarmið eru lögð til grundvallar þegar tekin er ákvörðun um hvort veita skuli náðun. Til þess að fá heildarmynd af framkvæmd náðunar og meðferð náðunarumsókna tók höfundur viðtöl við meðlimi náðunarnefndar og ritara nefndarinnar. Viðtölin leiddu í ljós að meðferð umsókna er fastmótuð en þau sjónarmið sem áhersla er lögð á eru mismunandi eftir hverju máli fyrir sig. Þó skera heilbrigðisaðstæður sig úr, en á þeim grundvelli eru flestar náðanir veittar. Alltaf verður að leggja heildarmat á aðstæður hvers einstaklings.
  Til að fá enn skýrari mynd af náðunarframkvæmdinni fékk höfundur leyfi hjá Persónuvernd og dómsmálaráðuneyti (nú innanríkisráðuneyti) til að gera rannsókn á náðunum á 18 ára tímabili, frá 1993-2010. Sett var saman tölfræði m.a. yfir fjölda umsókna og fjölda veittra náðana. Þá var skoðað hvaða ástæður voru taldar fullnægjandi fyrir náðun og hverjar ekki. Áhersla var lögð á að umfjöllunin væri ekki persónugreinanleg.
  Að lokum var gerð grein fyrir því hvernig nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum haga sínum reglum um náðun og þær bornar saman við íslenskar reglur. Jafnframt var bandarískur réttur kannaður til samanburðar.

Accepted: 
 • Apr 28, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8001


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Alltsaman.pdf692.97 kBLockedHeildartextiPDF